Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2016
21.6.2016
Stefnir Ý met■ßttt÷ku Ý Mi­nŠturhlaupi Suzuki

Hið árlega Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 24.sinn að kvöldi fimmtudagsins 23.júní. Þátttakendur geta valið milli þriggja vegalengda: hálfmaraþons (21,1 km), 10 km og 5 km.

Skráning í hlaupið er í fullum gangi á vefnum marathon.is og verður netskráning opin til miðnættis á miðvikudagskvöld. Þau sem ekki ná að forskrá sig á netinu geta skráð sig í Í Laugardalshöllinni frá kl.16:00 á hlaupdag og þar til 45 mínútum áður en hlaupið hefst. Á sama stað sækja forskráðir þátttakendur hlaupnúmerið sitt og önnur skráningargögn. Allir eru hvattir til að skrá sig á netinu því þátttökugjaldið er hærra á hlaupdag.

33% fleiri skráð sig heldur en á sama tíma í fyrra
Eins og staðan á skráningum er núna stefnir í metþátttöku í hlaupinu í ár því 33% fleiri hafa skráð sig í hlaupið heldur en á sama tíma í fyrra. Mest aukning er í 10 km hlaupið eða 40%.  Þó að skráningu sé ekki lokið er ljóst að met verður slegið í fjölda þátttakenda í hálfu maraþoni. Þegar eru 569 búnir að skrá sig í þá vegalengd en þátttökumetið frá því í fyrra er 525.

Skráðir Íslendingar eru 25% fleiri en á sama tíma í fyrra en skráðir erlendir þátttakendur 42% fleiri. Erlendu þátttakendurnir eru nú 840 og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra tók einnig met fjöldi erlendra gesta þátt en þá voru þeir 694 talsins. Flestir erlendu þátttakendanna sem nú eru skráðir koma frá Bandaríkjunum eða 307. Þá eru skráðir Bretar 159, Kanadamenn 106 og Þjóðverjar 41. Erlendu þátttakendurnir eru af 48 mismunandi þjóðernum og því verður sannarlega alþjóðleg stemning í Laugardalnum á fimmtudagskvöld.

Hálfmaraþonhlauparar verða ræstir af stað fyrstir kl.21:20, því næst 5 km hlauparar kl.21:50 og að lokum 10 km hlauparar kl.22:00. Hlauparar verða ræstir af stað á Engjaveginum en koma í mark í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum. Reikna má með að allir hlauparar verði komnir í mark um miðnætti og munu eflaust flestir láta þreytuna líða úr sér í Laugardalslauginni en þangað er öllum þátttakendum boðið að hlaupi loknu.

Engjavegur verður lokaður að hluta frá kl.18 en einnig verða lokanir á Gnoðavogi, Álfheimum, Skeiðarvogi. Sjá nánar hér á heimasíðu hlaupsins: http://marathon.is/kort-og-leidhir/truflun-a-umferdh

Allar hlaupaleiðir í Miðnæturhlaupi Suzuki eru mældar samkvæmt AIMS, sem eru alþjóðleg samtök götuhlaupa, og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hlaupið er hluti af Powerade Sumarhlaupunum 2016 og gildir til stiga á mótaröðinni.

Heimasíða hlaupsins: http://marathon.is/midnaeturhlaup
Dagskrá
hlaupdags: http://marathon.is/hlaupid/dagskra-hlaupdags
Kort
af hlaupaleiðum: http://marathon.is/kort-og-leidhir/kort
Upplýsingar
um truflun á umferð: http://marathon.is/kort-og-leidhir/truflun-a-umferdh
Miðnæturhlaupið
á Facebook: https://www.facebook.com/MidnaeturhlaupMidnightSunRun/

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is