Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
  Jˇladagatal 2016
  Jˇladagatal 2015
  Ůjßlfun
  NŠringarfrŠ­i
  Mei­sli
  Skˇr
  Hlaupa˙tb˙na­ur
  Frˇ­leiksmolar
  Tilvitnanir
  Ţmislegt
Rß­gj÷f
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Almennur frˇ­leikur  >  Ůjßlfun
13.4.2009
Hvernig er notkun v÷­vaglřkˇgens og myndun mjˇlkursřru (lactats) tengd lÝkamlegri ßkef­ og endurheimt?

Líkaminn notar orku við líkamlega áreynslu. Þessa orku fær hann með niðurbroti  næringarefna fæðu sem breytt er í efnaorku og er notuð af frumum líkamans.

Orka er geymd í vöðvum sem glýkógen og er notað við áreynslu eftir þörfum. Glýkógen sem þannig er geymt í vöðva er um 500 gr eða 2050 kaloríur.

Við lítið álag notar líkaminn fitu sem orkugjafa en þegar álag er komið í 50 - 60 % af hámarks VO2 verður aukin notkun á vöðvaglýkógeni. Við langvarandi æfingatíma minnka birgðir glýkógens og skiptir þá úr notkun á vöðvaglýkógeni yfir í notkun glúkósa sem er í blóði.

Ef kolvetna er neytt fyrir líkamlega áreynslu eða meðan á henni stendur sýnir það sig að seinkun verður á uppgjöf við líkamlega áreynslu um allt að 30 - 60 mín.

Mjólkursýrumyndun vex þannig við aukið álag og hækkar þéttni hennar bæði í frumunni sjálfri og í blóðrás. 70 % af mjólkursýru er endurunnið í vöðvafrumunni sjálfri eða aðliggjandi frumum, mest í hægum vöðvafíbrum. Við vaxandi álag minnkar framboð súrefnis og verður þá aukin myndun mjólkursýru sem fer að safnast fyrir í vöðvum þegar komið er upp fyrir visst álag. Þar sem mjólkursýra fer að hækka hratt er talað um mjólkursýruþröskuld. Einstaklingar sem hafa háan mjólkursýruþröskuld eru í betra formi en þeir sem hafa lágan þröskuld.

Fyrir ofan mjólkursýruþröskuldinn er talið að aukinn hluti orkueyðslunnar komi frá loftfirrtum kerfum.

Reglubundin þjálfun lengir þann tíma sem fitubrennsla á sér stað og seinkar þannig tæmingu glýkógenbirgða í vöðvum og eykur þannig úthald hinna vinnandi vöðva.

Úr ritgerð Gauta Grétarssonar: "Fræðileg ráðgjöf, umfjöllun og hagnýtar ráðleggingar fyrir 35 ára gamlan hlaupara.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is