Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
20.4.2019
20.06.2019 - Mi­nŠturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki verður haldið í 27. sinn að kvöldi 20. júní 2019 í Laugardalnum í Reykjavík.

Vegalengdir
Hálfmaraþon, 10 km (ekki mælt með fyrir þátttakendur yngri en 12 ára) og 5 km (fyrir fólk á öllum aldri). Tímataka fer fram með flögum. Hlaupabrautin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Skráning
Skráning fer fram á heimasíðu hlaupsins.

Þátttökugjöld 
20% ódýrara er að skrá sig á netinu til 19. júní en á staðnum. 

Vegalengd Forskráning 3.apr-19 júní Skráning á staðnum
Hálfmaraþon - 20 ára og eldri 4400 kr 5280 kr
Hálfmaraþon - 15-19 ára 3900 kr 4680 kr
10 km - 20 ár og eldri 2950 kr 3540 kr
10 km - 12-19 ára  2450 kr 2940 kr
5 km - 20 ára og eldri 2350 kr 2820 kr
5 km - 19 ára og yngri 1850 kr 2200 kr

Í skráningarferlinu getur þú valið um að fá afhendan verðlaunapening þegar þú kemur í mark eða að sleppa því. Sé verðlaunapening í marki valinn hækkar þátttökugjald um 500 kr.

ÍTR býður öllu þátttakendum í sund í Laugardalslaug að hlaupi loknu. Sérstakur aðgöngumiði fylgir hlaupagögnum sem þarf að afhenda í Laugardalslauginni. Laugin er opin til 01;00 eftir miðnætti.

CCEP sér þátttakendum fyrir Powerade drykkjum og vatni í marki sem og á drykkjarstöðvum

Hlaupaleiðir
Öll hlaup hefjast á Engjavegi og enda í trjágöngunum við Húsdýra- og fjölskyldugarðinn. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands

Brautin er ekki algerlega lokuð fyrir bílaumferð og því er mikilvægt að fara varlega.

Kort af leiðinni

Flokkaskipting
Aldurslokkaskipting í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er eftirfarandi:

  • 18 ára og yngri
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70-79 ára
  • 80 ára og eldri

Í 5 km hlaupi eru sömu aldursflokkar nema flokkar fyrir 15 ára og yngri og 16-18 ára bætist við.

Verðlaunapeningur er veittur fyrir 1. sæti karla og kvenna í ofangreindum aldursflokkum.

Verðlaun
Hægt er að velja um að fá þátttökupening í skráningarferli. Verðlækkar um 500 kr sé verðlaunapeningi sleppt.

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi fá eftirfarandi verðlaun sem afhent eru á marksvæðinu í Laugardalnum: Verðlaunapening , Suzuki glaðning, GÁP gjafabréf og gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni fá verðlaunafé.
1.sæti - 50.000 kr.
2.sæti - 30.000 kr.
3.sæti - 20.000 kr.

Verðlaunapeningur verður veittur fyrir 1. sæti karla og kvenna í öllum aldursflokkum í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi.

Einnig verða dregin út gjafabréf frá Powerade og afhent á marksvæðinu.

Skilmálar
Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana og hér til að lesa persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum.

Þátttökugjöld í Miðnæturhlaup Suzuki fást ekki undir neinum kringumstæðum endurgreidd en hægt er að gera nafnabreytingu inni á „mínum síðum" á meðan rafræn skráning í hlaupið er opin.

Nánari upplýsingar um skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki má finna hér. Aðstoð við skráningu og greiðslu þátttökugjalda er veitt í gegnum netfangið  skraning@marathon.is.

Annað
Hér að neðan má sjá dagskrá Miðnæturhlaups Suzuki á hlaupdag 20. júní 2019.

Birt með fyrirvara um breytingar

16:00 - Afhending gagna, skráning og sala á varningi hefst í Laugardalshöll
20.15 - Skráningu lýkur í 21 km og 10 km
20:35 - Skráningu lýkur í 5 km
21:00 - 10 km og 21 km ræstir á Engjavegi
21:20 - 5 km ræstir á Engjavegi
21:25 - Upplýsingaborð og verslun í Laugardalshöll lokar
21:30 - Fyrstu 10 km hlauparar væntanlegir
21:35 - Fyrstu 5 km hlauparar væntanlegir
21:40 - Hlauparar fá frían aðgang í Laugardalslaug strax að hlaupi loknu, sýna þarf sundmiða við innganginn
22:00 - Fyrstu 21 km hlauparar væntanlegir
22:30 - Hægt verður að nálgast aldursflokkaverðlaun í Skautahöllinni
00:00 - Tímatöku lýkur
00:20 - Upplýsingaborð og töskugeymsla í Skautahöllinni lokar
00:30 - Síðasti séns að fara í sund í Laugardalslaug
01:00 - Allir þurfa að fara uppúr Laugardalslaug

Tímamörk eru í hálfmaraþoni, þrjár klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 3 klst fá ekki skráðan tíma. Allir þátttakendur þurfa að klára sína vegalengd fyrir miðnætti.

Verðlaunaafhending fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri vegalengd verður á marksvæðinu um leið og úrslit liggja fyrir. Hægt verður að fá aldursflokkaverðlaun afhent í Skautahöllinni frá klukkan 22:30 eftir hlaup og til kl.00:20 eða á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur eftir helgina.

Hlauparar eru hvattir til að leggja uppá Suðurlandsbraut því þar verður engin truflun á umferð. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá.

Í Skautahöllinni í Laugardal geta hlauparar fengið að geyma dótið sitt. Starfsmaður vaktar dótið en engin ábyrgð tekin á fjármunum sem þar eru geymdir.

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is