Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
27.4.2020
27.06.2020 - SnŠfellsj÷kulshlaupi­

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 27. júní n.k og er þetta er í tíundasta skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið hefur fengið mjög góðar viðtökur undanfarin níu ár og heppnast mjög vel.  Ræst verður frá Arnarstapa kl. 12:00.  Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja.

Vegna Covid verður hlaupið með aðeins öðru sniði eins og lýst er hér fyrir neðan.  Embætti landlæknis gaf út nýjar leiðbeiningar 5. júní og þar er sérstakur kafli fyrir almenningshlaup.

 • Í ár verður fjöldi þátttenda takmarkaður við 300 manns.
 • Skáningu lýkur kl. 24:00 mánudaginn 22. júní. Hægt verður að nálgast hlaupagögn hjá Sportvörum á Dalvegi 32a, einnig í Íþróttahúsinu í Ólafsvík og á Arnarstapa (á hlaupadegi).
 • Því miður verður ekki hægt að framfylgja tilmælum um 2 metra fjarlægðarmörk í rútum en boðið verður upp á að spritta sig áður en farið er inn og út úr rútu.
 • Þar sem upphafsstaður hlaupsins er rúmgóður verða allir ræstir í einu.
 • Mælumst við til að hröðustu hlaupararnir verði fyrstir í ræsingu.
 • Drykkjastöðvarnar verða eins og áður 4 talsins og mun Björgunarsveitin Lífsbjörg sjá um þær. Þar verður boðið upp á vatn og blátt Powerede. Umhverfisvæn einnota pappaglös verða í boði sem hent er svo í ruslafötu. En öllum er frjálst að vera með sín drykkjarílát.
 • Ekki verður hefðbundin verðlaunaafhenging heldur fá sigurvergarar afhent verðlaun við komu í mark. Einnig gildir það um útdráttarverðlaun.
 • Ekki verður boðið upp á súpuna vinsælu í ár. En í staðin fá þátttakendur smá glaðning í poka þegar þeir koma í mark.
 • Þátttakendur eru beðnir að virða 2 metra fjarlæðarmörk eins og hægt er og spritta sig.

Ólafsvík er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Sportvörur verða aðalstyrktaraðilinn okkar í ár og verður hægt að nálgast hlaupagögn þar á Dalvegi 32a í Kópavogi. Það verður nánar auglýst síðar Facebook síðu hlaupsins þar sem einnig er hægt að finna nánari upplýsingar um hlaupið og myndir frá fyrri hlaupum.

SportvorurLogo

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá veitingastaðnum Arnarbæ á Arnarstapa.

Rúta verður fyrir þá sem vilja frá Ólafsvík til Arnarstapa og mun hún leggja af stað kl. 10:45 frá Átthagastofunni í Ólafsvík og kosta 2.500kr.

Vegalengd
22 km.

Skráningargjald
Þátttökugjald í forskráningu 7.000 kr. Hægt er að afskrá sig og fá endurgreiðslu þar til skráningu lýkur.

Skráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 24:00 mánudaginn 22. júní. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur.  Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700metra hæð. Síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa kjást við snjó og drullu frá 1 km til 7 km af leiðinni, en fer það eftir því hvað veturinn var snjóþungur.  Hlauparar fá á leiðinni að upplifa einstaka náttúrufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir.  Fjórar drykkjarstöðvar verða á leiðinni á c.a. 5 km millibili sem Björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. Á Arnarstapa verður bíll þar sem hlauparar hafa kosta á að skilja eftir aukadót og fatnað sem verður afhendur í Átthagastofu í Ólafsvík. Einnig tekur Björgunarsveitin við fatnaði við drykkjarstöðvar á hlaupaleiðinni. Og verður afhendur í Átthagastofu að hlaupi loknu.


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti. 

Flokkaskipting

 • Karlar 60 ára og eldri
 • Konur 60 ára og eldri
 • Karlar 50 - 59 ára
 • Konur 50 - 59 ára
 • Karlar 40 - 49 ára
 • Konur 40 - 49 ára
 • Karlar 39 ára og yngri
 • Konur 39 ára og yngri

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana í hverjum flokki og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar
Rán Kristinsdóttir 864-4236
Fannar Baldursson 852-8902
Netfangið:snaefellsjokulshlaupid@gmail.com

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is