Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
15.6.2020
15.08.2020 - Nßtt˙ruhlaup ON

Þann 15. ágúst nk. heldur Orka náttúrunnar keppnishlaup á Hengilssvæðinu. Hengilssvæðið er fjalllendi milli Suðurlandsvegar og Þingvallavatns, frá Mosfellsheiði austur að Grafningsfjöllum. Á svæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn.

Hvert liggur leiðin?
Leiðin liggur yfir Vörðu-Skeggja, þ.e. yfir endilangan Hengilinn á milli Nesjavallavirkjunar og Hellisheiðarvirkjunar. Sumir kalla hana hlaupaleiðina enda hefur hún verið vinsæl hjá fjallahlaupurum. Keppnisleiðin mælist um 16 km en einnig verður boðið upp á 8-9 km sem hefst frá Nesjavöllum. Báðar leiðirnar verða vel merktar.

16 km leiðin verður með tvær drykkjastöðvar og tímatöku. Ekki verður boðið upp á tímatöku á styttri leiðinni. Keppendum verður boðið upp á  súpu og brauð eftir hlaup og allir sem hlaupa fá gjafabréf á Jarðhitasýningu ON fyrir fjölskylduna. 

Tímasetningar
Upphaf hlaupsins og mótstjórn verður í Nesjavallavirkjun þangað sem allir mæta.

16 km leiðin:

  • 8:15  Mæting í Nesjavallavirkjun
  • 8:30  Rúta fer með þá sem ætla að hlaupa 16 km að Hellisheiðarvirkjun þar sem leiðin byrjar
  • 9:15  UPPHITUN VIÐ HELLISHEIÐAVIRKJUN
  • 9:45  Hlaupið ræst við Hellisheiðavirkjun

8 km leiðin

  • 9:30    Mæting í Nesjavallavirkjun
  • 10:00  Hlaupið hefst

Skráning
Skráning fer fram á hlaup.is. Til þess að tryggja sér þátttöku er nauðsynlegt að skrá sig fyrir kl. 18 föstudaginn 14. ágúst. Skráningargjald í 16 km er 5.000 kr en 4.000 í 8 km.

Afhending gagna fer fram hjá ON að Bæjarhálsi föstudaginn 14. ágúst og að morgni hlaups.

Öryggi keppenda
Eitt af lykiláherslum ON er öryggi í fyrirrúmi. Björgunarsveitir frá nærumhverfinu munu sjá um öryggisgæslu.

Nánar um svæðið
Hengill er athafnasvæði ON sem rekur jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði. Hengilssvæðið er á meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi og tengist þremur eldstöðvakerfum. Svæðið er kjörið til útivistar allan ársins hring og hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að búa í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra leiða, upplýsingatöflum, gönguskála og útgáfu gönguleiðakorts allt frá árinu 1990. Í dag má finna 130 km af merktum leiðum í þessari náttúruparadís, þar sem náttúrufegurðin þykir án hliðstæðu.  

Nánari upplýsingar
Elísabet Sveinsdóttir: elisabet.berglind.sveinsdottir@on.is

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is