Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
Rß­gj÷f
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Framfarir - FÚlag
1.2.2008
Framfarir - Samantekt 2008

Framfarir - hollvinafélag millivegalengda - og langhlaupara
Samantekt á starfseminni 2002-2008

Stofnun félagsins
Í október árið 2002 komu saman nokkrir eldhugar og áhugamenn um millivegalengdir og langhlaup og stofnuðu hollvinafélagið Framfarir. Með stofnun félagsins vildu frumkvöðlarnir leggja sitt lóð á vogarskálar frekari framfara í lengri hlaupavegalengdum á Íslandi.

Markmið
Aðalmarkmið félagsins er að vekja athygli á millivegalengda- og langhlaupum bæði sem íþróttagrein og tómstundagamni. Efla unglingastarf og skapa samstöðu meðal hlaupara í lengri vegalengdum, jafnt þeirra sem stefna á alþjóðleg afrek og hinna sem stunda hlaup sér til skemmtunar og heilsubótar. Til frekari markmiða má telja að verðlauna hlaupara fyrir góðan árangur og styðja við bakið á þeim fjárhagslega eins og félagið hefur bolmagn til. Bættur árangur á alþjóðlegum vettvangi er einnig mikið metnaðarmál Framfara. Efling fræðslustarfs og sameiginlegir fundir hlaupara og áhugafólks um hlaup er einnig á dagskrá félagsins.  Einnig má telja að það gagnist öllum að skapa vettvang skoðanaskipta netleiðis og með sameiginlegum fræðslu- og spjallfundum, enda læri menn þannig hver af öðrum. Síðast en ekki síst má nefna eflingu á þátttöku beggja kynja og allra aldursflokka í almenningshlaupum en forvarnarstarf íþróttarinnar er þar hvað mest.

Stjórnir og nefndir
Síðan félagið var stofnað hafa eftirfarandi einstaklingar setið í stjórn og nefndum félagsins. Rakel Gylfadóttir, sem var frumkvöðullinn að stofnun þess, Ágúst Ásgeirsson, Björn Margeirsson, Burkni Helgason, Fríða Rún Þórðardóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Jón Sævar Þórðarson, Ólafur Margeirsson, Sigurður Pétur Sigmundsson og Sveinn Margeirsson. Björn Margeirsson og Fríða Rún Þórðardóttir hafa gegnt embætti formanns. 

Helstu viðburðir
Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt og félagið sjálft hefur staðið fyrir fjölda viðburða bæði keppna og fræðslu. Helst ber að nefna Víðavangshlaupaseríu Framfara og New Balance sem farið hefur fram fjóra síðustu vetur, fyrst aðeins á Borgarspítalatúninu en þrjá síðustu vetur þar, í Laugardalnum, Fossvogsdalnum, Elliðárdalnum, við Elliðaárvog, í botni Nauthólsvíkur, á Ylströndinni, á Miklatúni og Seltjarnarnesi. Framfarir hafa staðið fyrir fræðslufyrirlestrum og sínum árlegu útnefningum: karlhlaupari ársins, kvenhlaupari ársins, mestu framfarirnar og efnilegasti hlauparinn. Einnig hefur skokkklúbbur ársins verið valinn og verðlaun veitt fyrir Íslandsmet í millivegalengdum og langhlaupum. Til viðbótar þeim viðurkenningum sem veittar voru árið 2006 hyggjast Framfarir verðlauna skokkara ársins fyrir árið 2007 og verður eflaust hart barist um þá útnefningu.

Þá hefur félagið staðið fyrir keppni svokölluðum bætingahlaupum á braut og sett á laggirnar og viðhaldið topp 10 lista í öllum vegalengdum millivegalengda og langhlaupa sem birtist vikulega á www.hlaup.is síðan sumarið 2006. 

Áheit fyrir Íslandsmet
Í upphafi var ákveðið að heita á Íslandsmet í karla- og kvennaflokki og voru ýtarlegar reglur settar þar um árið 2005. Aðeins er veitt fyrir Íslandsmet í karla- og kvennaflokki en miðað var við Ólympíugreinar þegar greinarnar voru ákvarðaðar auk 1000m hlaups innanhúss og míluhlaups innan- og utanhúss . Þær greinar  sem heitið er á eru 800m, 1000m, 1500m, míluhlaupi, 3000m, 5000m innanhúss, auk meta í 3000m hindrunarhlaupi, 10.000 m hlaupi, hálfu maraþoni og heilu maraþonni. Greiddar eru 25.000 kr fyrir innanhússmet og 50.000 kr fyrir utanhússmet.

Þessi áheit hafa skilað sér en því miður aðeins í karlaflokki og hafa peningarverðlaun fyrir slíkt met verið veitt til fjögurra hlaupara. Það eru;

2003
- Sveinn Margeirsson fyrir met í 3000m hindrunarhlaupi og tímann 8:46,20 mín.

2005
- Gauti Jóhannesson fyrir met í 800m hlaupi innanhúss og tímann 1:51,89 mín.

2006
- Björn Margeirsson fyrir met í 800m hlaupi innanhúss og tímann 1:51.07 mín einnig í 1000m hlaupi innanhúss og tímann 2:24.52 mín

2007
- Kári Steinn Karlsson fyrir met í 3000m hlaupi innanhúss og tímann 8:10.94 mín
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson fyrir met í 1 mílu hlaupi innahúss og tímann 4:12.87 mín

2008
-
Björn Margeirsson fyrir met í 1 mílu hlaupi innanhúss og tímann 4:12.43 mín
- Kári Steinn Karlsson fyrir met í 5000m hlaupi utanhúss og tímann 14:07.13 mín og 10000m hlaupi utanhúss og tímann 29:28.05 mín.
- Íris Anna Skúladóttir fyrir met í 3000m hindrunarhlaupi og tímann 10:42.25 mín 

Styrkveitingar
Árið 2006 urðu töluverð þáttaskil í starfsemi Framfara þegar félagið hafði bolmagn til að styrkja þrjá unga hlaupara og þjálfara til þáttöku á Norðurlandamóti í víðavangshlaupum í Finnlandi. Ekki spillti fyrir að keppendurnir stóðu sig mjög vel og vöktu verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína og framgöngu.

Markmið Framfara í framtíðinni eru að styrkja hlaupara til þátttöku í víðavangs- og götuhlaupum til dæmis í Bretlandi þar sem rík hefð er fyrir slíkum hlaupum með 4-6 manna sveitakeppnum og boðhlaupum sem eru í senn mikil upplifun og frábær æfing. 

Stuðningsaðilar
Framfarir hafa notið stuðnings nokkurra aðila því öll styrktarstarfsemi sem þessi kostar meira en hægt er að afla með mánaðarlegum framlögum styrktarfélaga einum saman. Í upphafi styrkti Búnaðarbankinn og Sportís hf félagið auk þess sem gamalkunnur afreksmaður á hlaupabrautinni sem ekki vill láta nafns síns getið styður félagið árlega. Síðan bættist Daníel Smári Guðmundsson við með fyrirtæki sitt, Afreksvörur sem flytur inn New Balance hlaupavörurnar og hefur hann verið mjög örlátur í alla staði, bæði veitt verðlaun fyrir víðavangshlaupaseríu Framfara og einnig glatt þá sem annars hefðu ekki hlotið nein verðlaun.

Gunnar Páll Jóakimsson (GPJ ráðgjöf) hefur einnig verið örlátur á hlaupadagbækur sínar og aðrar bækur enda eiga þær brýnt erindi til þessa hóps. Auk þess hafa Helga Þórðardóttir móðir mikilla hlaupara, Laugar heilsurækt, Salatbarinn, ÍTR, Vífilfell, Nathan & Olsen, Asics umboðið, BROS vörur, New York Maraþon og einstaklingar stutt félagið með peningum, viðurkenningum og öðrum verðlaunum í gegnum tíðina. 

Hollvinir Framfara
Þó ofangreindir aðilar hafi verið einstaklega mikilvægir starfsemi Framfara þá eru það meðlimir félagsins sem mestu máli skipta því án áhuga þeirra og framlags væri félagið ekki til. Í upphafi voru hollvinirnir 32, fóru upp í 70 árið 2006 en eru nú um 40 talsins. Því þarf að gera átak í því að fá áhugasama hlaupara til að styrkja félagið um einhverja smávægilega upphæð því þó mánaðarleg framlög séu ekki há þá safnast er saman kemur og það munar um hvern og einn. Flestir eru að leggja inn 300-600 kr á mánuði en aðrir greiða hærri upphæðir.

Til að Framfarir geti haldið áfram að framfylgja stefnu sinni þarf að fjölga í hópi hollvina og hyggst stjórn félagsins ganga til samstarfs við www.hlaup.is í þeim efnum. Einnig til kynningar félaginu stefnir í að Framfarir fái stað á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Til að gerast hollvinur Framfara er hægt að hafa samband við Ólaf Margeirsson í síma 663-9925 eða í netfangið olafurmarg(hjá)internet.is og hann gefur upplýsingar um reikningsnúmer sem leggja má inn á. Hægt er að velja um ýmsar leiðir í gegnum banka og heimabanka eða greiðslukortafyrirtæki, mánaðarlegar greiðslur eða árlegar. Upphæðin sem flestir eru að greiða er á bilinu 300-600 kr á mánuði eins og áður segir en einnig er hægt að reiða fram frjáls framlög.

Útnefningar og styrkþegar

2003
Framfarir ársins
Gerður Rún Guðlaugsdóttir
Björn Margeirsson

Unglingur ársins
Stefán Guðmundsson

2004
Hlauparar ársins
Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Björn Margeirsson FH

Efnilegasti hlauparinn
Íris Anna Skúladóttir Fjölni

Mestu framfarirnar
Kári Steinn Karlsson UMSS

Skokkklúbbur ársins
ÍR skokk og Gunnar Páll Jóakimsson

2005
Hlauparar ársins
Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Björn Margeirsson FH

Efnilegasti hlauparinn
Kári Steinn Karlsson Breiðablik

Mestu framfarirnar
Stefán Guðmundsson Breiðablik

Skokkklúbbur ársins
Skokkklúbbur Fjölnis og Erla Gunnarsdóttir

2006 
Hlauparar ársins
Íris Anna Skúladóttir Fjölni
Björn Margeirsson FH

Efnilegasti hlauparinn
Stefanía Hákonardóttir Fjölni

Mestu framfarirnar
Kári Steinn Karlsson Breiðablik

Skokkklúbbur ársins
Skokkklúbbur Sauðárkróks & Árni Stefánsson

Árið 2006 hlutu þau Kári Steinn Karlsson Breiðablik og Íris Anna Skúladóttir Fjölni styrk frá Framförum til að standa straum af kostnaði vegna æfinga og keppni á árinu 2007 en fjórar umsóknir bárust.

2007
Hlauparar ársins
Fríða Rún Þórðardóttir ÍR
Kári Steinn Karlsson Breiðablik

Efnilegasti hlauparinn
Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik

Mestu framfarirnar
Kári Steinn Karlsson Breiðablik

Skokkari ársins
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir ÍR                                    

Skokkklúbbur ársins
Frískir Flóamenn, Pétur Ingi Frantzson

Árið 2007 hlutu þau Íris Anna Skúladóttir Fjölni og Árni Rúnar Hrólfsson UMSS styrk frá Framförum til að standa straum af kostnaði vegna æfinga og keppni á árinu 2008 og voru þeirra umsóknir fyrir valinu úr hópi fjögurra styrkumsækjenda.

Fræðsluerindi
Nokkur fræðsluerindi hafa verið haldin frá stofnun félagssins en markmiðið er að halda því áfram og bjóða upp á bíókvöld þar sem horft verður á heimildamyndir tengdar millivegalengda- og langhlaupum til dæmis um Steve Prefontaine og Haile Gebreselaisse.

2002 
- Train hard, win Easy ! - Toby Tanser

2003
- Þjálfun Sveins Margeirssonar - Rakel Gylfadóttir & Sveinn Margeirsson

2004
- Styrktarþjálfun millivegalengda- og langhlaupara - Jón Sævar Þórðarson & Björn Margeirsson
- Liðleikaþjálfun og hlaupastíll - Gunnar Páll Jóakimsson
- Máttur hugans!-  Martha Ernstsdóttir 

2005
- Undirbúningur fyrir heilt og hálft maraþon, tvær síðustu vikurnar - Erla Gunnarsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Martha Ernstsdóttir & Sigurður Pétur Sigmundsson
- Þjálfun 800m hlaupara - Erlingur Jóhannsson

2006 
- Lapplandsferð og 100km hlaup sumarið 2006 - Elín Reed & Pétur Frantzson

2007
- Notagildi mjólkursýruprófa - Halldóra Brynjólfsdóttir & Þórarinn Sveinsson, Rannsóknastofa í hreyfivísindum við Háskóla Íslands.

Úrslit víðavangshlaupaseríu Framfara og New Balance

2004
- Kvennaflokkur - Íris Anna Skúladóttir Fjölni
- Karlaflokkur - Kári Steinn Karlsson UMSS 

2005
- Kvennaflokkur - Íris Anna Skúladóttir Fjölni
- Kvennalið - Fjölnir: Íris Anna Skúladóttir, Stefanía Hákonardóttir, Íris Þórisdóttir, Heiðdís Hreinsdóttir
- Karlaflokkur - Þorbergur Ingi Jónsson UMSS
- Karlalið - UMSS: Þorbergur Ingi Jónsson, Kári Steinn Karlsson, Ólafur Margeirsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson. 

2006
- Kvennaflokkur - Herdís Helga Arnalds Breiðablik
- Kvennalið - ÍR: Björg Gunnarsdóttir, Kristín Lív Jónsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Aníta Hinriksdóttir
- Karlaflokkur - Kári Steinn Karlsson Breiðablik
- Karlalið - Breiðablik: Þorbergur Ingi Jónsson, Kári Steinn Karlsson, Ólafur Margeirsson, Halldór Hermann Jónsson

2007
- Kvennaflokkur - Íris Anna Skúladóttir Fjölni          
- Kvennalið - ÍR: Björg Gunnarsdóttir, Bogey Leósdóttir, Urður Bergsdóttir, Aníta Hinriksdóttir
- Karlaflokkur - Björn Margeirsson FH
- Karlalið - Breiðablik: Þorbergur Ingi Jónsson, Stefán Guðmundsson, Halldór Hermann Jónsson, Ólafur Margeirsson

Stjórn Framfara 2008 skipa

 • Fríða Rún Þórðardóttir, formaður
 • Ólafur Margeirsson, gjaldkeri
 • Burkni Helgason, ritari
 • Björn Margeirsson
 • Gunnar Páll Jóakimsson
 • Sigurður Pétur Sigmundsson

Valnefnd

 • Gunnar Páll Jóakimsson, formaður
 • Jón Sævar Þórðarson
 • Sigurður Pétur Sigmundsson 

Styrkjanefnd

 • Ólafur Margeirsson, formaður
 • Burkni Helgason       
 • Jón Sævar Þórðarson 

Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan félagið var stofnað árið 2002 en það má auðveldlega bæta um betur á komandi árum og efla þannig enn frekar stöðu millivegalengda- og langhlaupara og þá menningu sem þekkist meðal þessa hóps íþrótta- og áhugafólks.

Fyrir hönd stjórnar Framfara 25.07.08

Fríða Rún Þórðardóttir, Formaður

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is