Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
  Jˇladagatal 2016
  Jˇladagatal 2015
  Ůjßlfun
  NŠringarfrŠ­i
  Mei­sli
  Skˇr
  Hlaupa˙tb˙na­ur
  Frˇ­leiksmolar
  Tilvitnanir
  Ţmislegt
Rß­gj÷f
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Almennur frˇ­leikur  >  Ţmislegt
9.1.2014
Stikla­ ß stˇru um sex stŠrstu mara■onin

 
Útsýni hlaupara í Nýju Jórvík er ekki af verri endanum.

Sífellt fleiri Íslendingar halda erlendis á ári hverju til að taka þátt í maraþonum stórborganna. Þátttaka í slíkum viðburði er eitthvað sem aldrei gleymist. Þeir sem reynt hafa tala ekki aðeins um hlaupið sjálft sem ólýsanlega lífsreynslu heldur sé undirbúningurinn, aðdragandinn og andrúmsloftið í viðkomandi borg síst minni þáttur í upplifun viðkomandi. Því er ekki úr vegi að veita lesendum örlitla innsýn inn í þau sex stóru sem eru hluti af Meistaradeild hlaupaheimsins, World Marathon Majors.

New York maraþonið: Hlaupið í suðupotti ólíkra menningarhópa. Maraþonið í stóra eplinu er eitt það stærsta sinnar tegundar í heiminum, rúmlega 50 þúsund hlauparar tóku þátt í síðasta New York maraþoni sem fram fór þann 3. nóvember síðastliðinn. Hlaupið fer ávallt fram fyrsta sunnudag í nóvember.

Færri komast að en vilja því meira en 120 þúsund manns sækja um að fá að taka þátt á hverju ári. Þá er eins gott fyrir keppendur að vera ekki spéhræddir því um tvær milljónir áhorfenda fylgjast með á götum borgarinnar ár hvert með tilheyrandi hvatningarópum.

Hlaupaleiðin er ekki af verri endanum, lagt er af stað frá Staten Island og síðan liggur leiðin gegnum helstu hverfi borgarinnar s.s. Brooklyn, Queens og Bronx auk þess sem hlaupið er um stóran hluta Manhattan áður en komið er í mark í Central Park. Leiðin er talin frekar krefjandi þar sem hæðarmismunur er töluverður og m.a. gera hlaup yfir kyngimagnaðar brýr þátttakendum erfitt fyrir. Einn erfiðasti hjalli leiðarinnar er Queensboro brúin yfir til Manhattan, en henni fylgir talsvert klifur. Útsýnið yfir East River og Manhattan ætti þó að geta fyllt hlaupara baráttuanda.

Boston maraþonið: Það elsta í heimi
Maraþonið í Boston er það elsta af þeim sex stóru og hefur farið fram árlega síðan 1897.  Hlaupið er haldið á frídegi íbúa í Massachusetts, seinni hluta aprílmánaðar. Fjöldi keppenda hvert ár er takmarkaður við 25 þúsund. Stór hluti þeirra sem taka þátt þurfa að hafa hlaupið á ákveðnum tíma áður en þeir þeir geta sótt um þátttöku.

Eins og New York maraþonið þá er Boston maraþonið talið mjög erfitt, sérstaklega er vísað til Heartbreak Hill í því sambandi. Um er að ræða brekkur á seinni helmingi leiðarinnar þar sem margir hlauparar rekast á vegginn margfræga. Um 500 þúsund áhorfendur fylgjast með á götum borgarinnar og eru þeir þekktir fyrir að styðja síst minna við bakið á áhugahlaupurum heldur en elítuhlaupurunum.

Chicago maraþonið: Sívaxandi hlaup á hraðri braut
Það maraþon af þeim stóru sem vex hvað hraðast í dag er Chicago maraþonið. Flöt og hröð hlaupaleið sem býður upp á persónuleg met og jafnvel heimsmet hefur ýtt undir sívaxandi athygli sem Chicago maraþonið hefur fengið á síðustu árum. 45 þúsund manns taka þátt á hverju ári og eru ekki inntökuskilyrði fyrir hinn almenna hlaupara líkt og í Boston maraþoninu.

Keppendur njóta stuðnings tæplega tveggja milljóna borgarbúa sem fara út á götur borgarinnar um miðjan október ár hvert og hvetja hlauparana áfram. Ef hlauparar vilja taka þátt í einu af stóru maraþonunum og jafnframt eiga von um að bæta sinn besta tíma gæti Chicago verið góður kostur.

 
Konungleikinn svífur yfir vötnum í London.

London maraþonið: Thames, Big Ben og Buckingham höll
Ef þig langar að hlaupa maraþon í konunglegu umhverfi, hlaupa síðasta spottann framhjá Big Ben og koma í mark við Buckingham höll þá er London maraþonið fyrir þig.  Hlaupaleiðin rétt eins og sú í Chicago þykir tiltölulega flöt og geta boðið upp á góðan tíma.

Keppendur hlaupa stóran hluta leiðarinnar meðfram Thames ánni og hið fallega umhverfi á eflaust sinn þátt í þvi að litið er á er London maraþonið sem tækifæri fyrir hlaupara til að bæta sig. Lundúna maraþonið fer fram í lok apríl ár hvert og þátttakendur eru um 35 þúsund.

Berlínar maraþonið: Fjölmörg heimsmet og Brandenborgarhliðið
Um 75 þúsund manns hafa sótt um að fá að taka þátt í næsta Berlínarmaraþoni. Hinsvegar munu aðeins 40 þúsund heppnir hlauparar komast að. Fjölmörg heimsmet hafa í gegnum tíðina verið sett í milda haustveðrinu sem Berlín býður upp síðustu helgina í september ár hvert. Hvorki fleiri né færri en sjö heimsmet hafa verið sett í sögu Berlínarmaraþonsins.

Að hlaupa í gegnum Brandenborgarhliðið er tilfinning sem þátttakendur lýsa sem ólýsanlegri. Berlínar maraþonið fór fyrst fram árið 1974 en þá var aðeins hlaupið um vestari hluta Berlínar, það var ekki fyrr en múrinn féll að þátttakendur gátu fengið að njóta austurhlutans einnig.  

Tokyo maraþonið: Ævintýri á framandi slóðum
Þó Tokyo maraþonið sé nýlega komið á landakort hlaupara er það engu að síður orðinn stærsti draumur margra þeirra. Það var ekki fyrr en 2007 að Tokyo maraþonið varð til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Til marks um hve hratt Tokyo maraþonið hefur skotist upp á stjörnuhimininn var það tekið inn í World Marathon Majors mótaröðina á síðasta ári.

Hvorki fleiri né færri en 303 þúsund hlauparar sóttu um að fá að taka þátt í aðdraganda síðasta maraþons eða tíu sinnum fleiri en þátttakendur hvers árs eru. Hlaupaleiðin er hönnuð með það í huga að keppendur hlaupi framhjá helstu kennileitum og ferðamannstöðum borgarinnar. Hlauparar ættu því ekki að vera sviknir af því að spretta úr spori í framandi umhverfi borgarinnar. 


Að hlaupa yfir brýrnar í New York maraþoninu er upplifun sem fólk geymir með sér til lífsstíðar. 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is