Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2009
13.4.2009
Heimsgangan 2009

Það eru samtökin Heimur án stríðs (World without wars; Mundo Sin Guerras), alþjóðleg samtök, sem áttu frumkvæði að þessari göngu en auk þess mun breiðfylking hreyfinga og samtaka, menningarstofnana og einstaklinga standa að framkvæmd hennar víðsvegar um heiminn. Markmið okkar er að skapa vitundarvakningu um allan heim um mikilvægi friðar, sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist; krefjast kjarnorkuafvopnunar og að stríð verði ekki lengur notuð til að leysa deilur.

Gangan mun hefjast á Nýja-Sjálandi 2. október - á fæðingardegi Gandhi - og mun hún  fara um 6 álfur og 90 lönd á þremur mánuðum. Göngunni lýkur 2. janúar 2010 hátt yfir sjávarmáli í Andesfjöllum í Suður Ameríku. Göngunni mun hvarvetna, í þeim borgum sem hún fer um, mæta fjölbreyttar aðgerðir og atburðir að frumkvæði aðila á hverjum stað svo sem hljómleikar, málþing, menningarviðburðir, félagslegar aðgerðir, friðsöm „mótmæli", svo eitthvað sé nefnt.  Allt mun þetta beinast að því að vekja athygli á málefnum göngunnar og koma á framfæri því gífurlega magni upplýsinga, þekkingar og reynslu sem  hefur safnast um friðarmál og baráttu án ofbeldis.

Varið var einu ári til að rannsaka hvort hægt væri að fara í gönguna áður en tekin var um hana ákvörðun. Síðan sú ákvörðun var tekin í júnímánuði 2008, hefur Heimsgangan fengið fjölda stuðningsyfirlýsinga og fjöldi landa sem taka þátt í henni eykst sífellt (sjá www.heimsganga.is og www.marchamundial.org ).

Sjá nánar um heimsgönguna og yfirlýsingu Frederico Major Zaragoza, fyrrverandi aðal framkvæmdastjóra UNESCO.

Hlaup.is styður Heimsgönguna af heilum hug, því beiting ofbeldis á aldrei rétt á sér. Hvert einasta skref sem tekið er í átt að friðsömum heimi skiptir máli.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is