Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2009
27.10.2009
Nßmskei­: Viltu bŠta hlaupatÝma ■inn/skjˇlstŠ­ings ■Ýns?

Viltu bæta hlaupatíma þinn/skjólstæðings þíns? Hættu að skokka og byrjaðu að hlaupa!

Ertu að skokka en vilt hlaupa eða hleypurðu og vilt hlaupa hraðar?  Vandræðum með að setja upp æfingar?  Hvað sem þú æfir mikið, bætirðu aldrei tímann þinn?  Orðin/n þreytt/ur á að árangurinn skili sér ekki? Viltu kunna að skipuleggja hlaupin þín, setja upp æfingarnar rétt,  læra fjölbreytni í æfingum og bæta tímann þinn?

Ef svarið er þá ættirðu að lesa áfram.

Gríðarleg vakning hefur verið í hlaupum á meðal almennings undanfarin ár og fólk er byrjað að leggja meira og meira uppúr hlaupum í sinni heilsurækt sem í mörgum tilfellum endar sem brennandi áhugamál þar sem fólk keppist við að bæta tíma sína. En hvernig á maður að hlaupa til að bæta tímann sinn? Er bara nóg að skokka? Gæti verið að það skipti máli hvernig maður skokkar/hleypur?

Miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 19.30 mun Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Bjössi) dósent í íþróttafræði við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands og hlaupari mikill svara þessum spurningum á námskeiði sem haldið verður hjá Keili á Ásbrú (Reykjanesbæ). Bjössi mun einblína á fjölbreytni í æfingum og uppsetningu á þjálfun þannig að hinn almenni hlaupari fái sem mest úr æfingatíma sínum. Fjallað verður um hvernig fólk getur metið ákefð æfinga sinna og farið verður yfir undirstöðuatriði hlaupaárangurs.

Í framhaldi af fyrirlestri Bjössa mun Eva Einarsdóttir fjalla stuttlega um þá hugarfarsbreytingu sem þarf að eiga sér stað þegar fólk ákveður að gera hlaupin/skokkin sín að markvissri keppni við tíma.

Í lokin munu bæði Sigurbjörn og Eva sitja fyrir svörum við spurningum úr sal.

Námskeiðið er ætlað öllum almennum hlaupurum sem hlaupa sér til kapps og gamans. 

Námskeiðstími: Miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 19.30-22.00

Verð á námskeiði: 3.900 krónur

Skráning fyrir 5. nóvember, hér: https://www.inna.is/Kennarar/keilir/

Þátttakendur fá sendan greiðsluseðil þegar þeir hafa skráð sig í gegnum meðfylgjandi hlekk. Ef greiðandi er annar en þátttakandi skal þátttakandi greiða seðilinn sjálfur og fá endurgreitt frá þeim sem greiða á námskeiðið (íþróttafélag eða annað). Mikilvægt er að seðillinn sé greiddur fyrir eða á gjalddaga ellegar er litið á sem svo að þátttakandi ætli ekki að mæta á námskeiðið.

Nánar um leiðbeinendur á námskeiðinu:

Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Bjössi) er dósent í íþróttafræði við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands og tók til starfa haustið 2001.  Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í íþróttafræði vorið 2001 frá University of Georga og tók áður meistaragráðu í íþróttafræði sumarið 1998 og B.S.Ed. gráðu í heilsufræði- og íþróttakennslu í desember 1996 frá sama skóla.  Bjössi kenndi við University of Georgia í 5 ár og kenndi m.a. þjálfunarlífeðlisfræði; heilsu-, næringar- og þjálffræði; og hinar ýmsustu íþróttagreinar.  Við Íþróttafræðasetur HÍ hefur hann kennt heilsufræði; þjálfunarlífeðlisfræði; næringarfræði; og afkastagetu og íþróttamælingar í B.S náminu og kennir líkamssamsetningu; vöxt, þroska og hreyfingu barna; þjálfunarlífeðlisfræði; og faraldursfræði hreyfingar í meistaranáminu.  Sérsvið hans í rannsóknum eru: Líkamssamsetning, áreynslulífeðlisfræði og börn.

Bjössi hefur æft og keppt í hlaupum frá barnsaldri og hefur 35 sinnum orðið Íslandsmeistari í karlaflokki í veglengdum frá 4x400 m boðhlaupi upp í hálft maraþon.  Hann er núverandi Íslandsmeistari í 10.000 m hlaupi og hálfu maraþoni.  Bjössi hefur auk þess átt Íslandsmet í 4x400 m boðhlaupi sem og 1000 m og míluhlaupum innanhúss.  Hann var í landsliðinu í frjálsíþróttum til margra ára og fyrirliði þess í nokkur skipti.  Bjössi var aðalþjálfari HSÞ 1992-1993, aðstoðaði við þjálfun skólaliðs Georgíuháskóla 1999-2001 og þjálfaði Skokkhóp Flugleiða 2002-2007.  Hann var svo Landsliðsþjálfari íslenska frjálsíþróttalandsliðsins 2005.

Eva Margrét Einarsdóttir stundaði engar íþróttir fram eftir aldri. Var of þung frá 9 ára aldri, með miklar þyngdarsveiflur, óteljandi megrunaraðferðir, toppaði í tæpum 100kg, rótleysi frá unglingsaldri.  Eva byrjaði að hlaupa 31 árs og er í dag ein fremsta hlaupakona sem Ísland hefur átt.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is