uppfært 12. mars 2024

Á Bónusmóti FH fyrir börn og unglinga sem fram fór 9.mars var keppt í nokkrum aukagreinum fullorðinna.

Skráningar í 5.000 m hlaupi karla voru 17 þannig að það þurfti að skipta hlaupinu upp í tvo riðla. Það hefur aldrei gerst áður hvorki innan- og utanhúss hér á landi. Keppnin var einstaklega jöfn og skemmtileg. Kári Steinn Karlsson keppti í fyrsta sinn í mörg ár í brautarhlaupi og sigraði á 15:13,09 mín eftir að hafa tekið 600 m endasprett en David Johnson, Þýskalandi, (15:15,88) varð annar og Snorri Björnsson þriðji (15:16,03) á stórgóðum tíma. Fimm Íslendingar fóru undir 16:00 mín sem þykir viðburður hér á landi og sá sjötti hljóp á 16:02.

Mars 5000M Karlar A Braut 1
Mars 5000M Karlar B Braut

Halldóra Huld Ingvarsdóttir náði einnig frábærum tíma (16:55,79) og sigraði í 5.000 m hlaupi kvenna, aðeins 9 sek frá Íslandsmeti Andreu Kolbeinsdóttur. Íris Anna Skúladóttir hljóp á 17:21,04 mín og stórbætti sinn besta tíma innanhúss (17:45,88) frá árinu 2010. Þá má nefna að Rannveig Oddsdóttir, Akureyringur, setti Íslandsmet í flokki kvenna 50-54 ára með 18:58,40 mín.

Mars 5000M Konur Braut