Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
4.1.2015
Hlaupaßri­ 2014: Stefßn GÝslason rifjar upp


Stefán hefur víða komið við á hlaupaferlinum.

Næsti viðmælandi hlaup.is sem ætlar að rifja upp hlaupaárið 2014 er Stefán Gíslason úr Hlaupahópnum Flandra sem m.a. er þekktur fyrir sitt bráðskemmtilega verkefni í kringum fjallvegahlaup sín.

Stefán hefur komið víða við á löngum hlaupaferli en hann er 57 ára gamall. Í ár fór Stefán víða, fimm fjallvegahlaup, maraþon í Munchen, Vesturgötuna og margt fleira.

Hvað stóð upp úr hjá þér persónulega á hlaupaárinu 2014?
Árið 2014 var besta hlaupaárið mitt frá upphafi og hef ég þó verið eitthvað viðloðandi hlaupin í rúm 40 ár. Ég bætti mig í öllum götuhlaupavegalengdum frá 5 km upp í hálft maraþon, en vantaði 11 sek upp á PB-ið í heilu maraþoni. Hljóp á 3:08:30 í München í haust en á best 3:08:19 síðan í fyrra. Stefni að því að bæta þann tíma vel á næstu þremur árum. Annars var Vesturgatan hátindur hlaupaársins hjá mér. Það var hreinlega dásamlegt að taka þátt í hlaupahátíðinni fyrir vestan, enda fær maður einfaldlega hvergi betri móttökur. Svo spillti það alls ekki upplifuninni að vinna stóru Vesturgötuna.

Margt fleira mætti nefna, t.d. nokkur fjallvegahlaup með afskaplega skemmtilegu fólki, upplifunina að hlaupa inn á Ólympíuleikvanginn í München og yfirleitt bara gleðina sem fylgir hverjum nýjum sigri yfir sjálfum sér. Lægðirnar voru svo sem engar. Stundum náði ég ekki öllu því sem ég ætlaði, en vonbrigðin urðu aldrei stór eða þaulsætin í huganum. Erfiðast var að kyngja því að hafa espað hátt í 30 manns í að reyna að hlaupa yfir Leggjabrjót í brjáluðum mótvindi og rigningarhraglanda. En það fór allt vel að lokum.

Hvað er framundan hjá Stefán Gíslasyni á næsta hlaupaári?
Stærsta verkefnið mitt á árinu 2015 verður að bæta mig á Laugaveginum, en ég stefni að því að hlaupa hann í þriðja sinn á sumri komanda. Hljóp á 5:52 klst árið 2013 og langar að sneiða aðeins af þeim tíma. Svo verða fimm fjallvegahlaup á dagskrá að vanda, en sumarið 2015 verður næstsíðasta sumar fjallvegahlaupaverkefnisins míns (sjá www.fjallvegahlaup.is). Verð meðal annars á ferðinni á Austfjörðum í kringum verslunarmannahelgina.

Ætli ég taki þá ekki Barðsneshlaupið í leiðinni. Svo verða þetta væntanlega fastir liðir eins og venjulega, svo sem Þrístrendingur, Hamingjuhlaupið og heilt maraþon í Reykjavík í ágúst. Já, og svo er ég líka skráður í Göteborgsvarvet í maí ásamt tveimur hlaupafélögum mínum úr hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi. Ég ætla að reyna að bæta styrk og hraða á útmánuðum, þannig að ég verði í standi til að hlaupa 10 km undir 40 mín fyrri hluta sumars. Það hef ég aldrei gert áður ef frá er talið 10.000 metra brautarhlaup haustið 1974. 

Hvaða afrek hjá íslenskum hlaupurum stóðu upp úr árinu?
Það er erfitt að gera upp á milli, en mér finnst samt Íslandsmet Þorbergs Inga Jónssonar á Laugaveginum bera hæst. Annað sem kemur fyrst upp í hugann er árangur Elísabetar Margeirsdóttur í 169 km Ultra trail mount Fuji í apríl, þar sem hún varð 11. kona í mark eftir einstaklega vel útfært hlaup. Svo var það náttúrulega Íslandsmetið hjá Kára Steini í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í mars. Á landsvísu man ég ekki eftir neinu sem kom sérstaklega á óvart, en í nærumhverfinu stóðu miklar framfarir Gunnars Viðars, hlaupafélaga míns úr Flandra, upp úr. Ég bjóst við miklu af honum en það gerðist allt mun hraðar en mig óraði fyrir.

Hvernig fannst þér íslenska hlaupaárið, erum við á réttri leið?
Við erum tvímælalaust á réttri leið. Sjálfsagt má auka fagmennskuna í framkvæmd einstakra hlaupa, enda verður seint búið að útrýma öllum tækifærum til úrbóta á því sviði. En þegar á heildina er litið finnst mér þróun hlaupamenningarinnar síðustu 6 ár eða svo hafa verið ævintýri líkust. Mér finnast það vera forréttindi að lifa þessa tíma og vera með á þessari vegferð. Í hlaupunum eru allir sigurvegarar, jafnt hægfara byrjendur sem þrautþjálfaðir afrekshlauparar. Þarna eru allir saman í keppninni við sjálfa sig, óháð getu, aldri, kyni og flestu öðru sem aðgreinir fólk í daglegu lífi og flestum öðrum íþróttum. Þessi samvera kallar fram allt það besta í manni.

Lesið ítarlegt viðtal hlaup.is við Stefán Gíslason síðan í ársbyrjun 2014.

Fleiri rifja upp hlaupaárið:
Gunnar Páll Jóakimsson rifjar upp hlaupaárið 2014
Arndís Ýr Hafþórsdóttir rifjar upp hlaupaárið 2014
Arnar Pétursson rifjar upp hlaupaárið 2014

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is