Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
13.1.2014
Halldˇra Ý BÝddu a­eins: Ekki anna­ hŠgt en a­ bŠta sig

 
Halldóra fagnar að loknum Járnmanni í Frankfurt. 

Halldóra Gyða Matthíasdóttir hleypur með hlaupahópnum Bíddu aðeins, auk þess að hjóla og synda með Þríkó, Þríþrautarfélagi Kópavogs. Þessi mikla kjarnakona úr Garðarbænum hefur á skömmum tíma farið úr því að hlaupa fremur óreglulega og óskipulega í að klára þríþraut. Halldóra hefur farið víða um heim til að fullnægja hreyfiþörf sinni m.a. alla leið til Mexíkó. Í sumar stefnir hún á að keppa í Járnmanni í Kalmar í Svíþjóð.

Þessi mikla kjarnakona hefur í ýmis horn að líta en hún lýsir m.a. Formúlu 1 á Stöð 2 Sport og heldur úti stórskemmtilegri heimasíðu, Halldora.is. Þar má m.a. lesa um æfingar og afrek Halldóru sem eru jafn mörg og þau eru ólík. Hlaup.is náði í Halldóru á milli æfinga og fékk hana til að svara örfáum spurningum.

Hvenær gekkstu í Bíddu aðeins, varstu búin að hlaupa lengi áður?
Ég byrjaði að hlaupa með Bíddu aðeins í febrúar 2011. Ég var ekki búin að hlaupa skipulega áður, hafði reyndar hlaupið (og gengið) hálft maraþon árið 2008 og 2009, en ekki æft reglulega eða skipulega fyrir þau.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa með Bíddu aðeins?
Bíddu aðeins hefur bæði gefið mér einstaklega góða vini til lífsstíðar sem og miklu meiri árangur en ég hafði þorað að vona. Þjálfarar og hlaupafélagar blása í mann sjálfstrausti og jákvæðri hvatningu svo það er ekki annað hægt en að bæta sig.

Hver er munurinn á því að hlaupa ein eða í hlaupahópi?
Það er allt öðruvísi að hlaupa í hóp samanborið við að hlaupa einn. Í fyrsta lagi myndi ég aldrei taka sprettæfingar ef ég væri að hlaupa ein, myndi bara "jogga" létt. Svo er félagslegi þátturinn mjög mikilvægur sem og pressan, maður fær alveg símtöl eða tölvupóst og er spurður af hverju maður mætti ekki á æfingu ;-)

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég er "þríþrautar-hlaupari", þ.e. ég hleyp þrisvar í viku, á móti þremur hjólaæfingum og þremur sundæfingum. Ég hleyp yfirleitt í um eina klukkustund á mánudögum og miðvikudögum og svo lengur á laugardagsmorgnum.

 
Halldóra ásamt Maraþonmanninum á góðri stund.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Það er ekki spurning, maður á að vera í hlaupahópi. Því þar færðu rétta stuðninginn, hvatninguna og frábærar leiðbeiningar, t.d. varðandi upphitunaræfingar, teygjur eftir hlaup, skóbúnað, annan búnað, matarræði og svo framvegis.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Ég er búin að fá greiningu hjá lækni og ég er "hreyfi-fíkill", en það er jákvæð fíkn. Hlaupin veita mér útrás, frelsi og mikla vellíðunartilfinningu. Ef ég kemst ekki út að hlaupa eða hreyfa mig þá verð ég mun þyngri á mér bæði andlega og líkamlega.  Auk þess á ég frábæra vini og félaga sem æfa með mér og svo er þetta sameiginlegt áhugamál okkar hjónanna sem er mjög mikilvægt.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Hlaupin eru bara svo einföld og þægileg. Þegar ég fór að æfa fyrir maraþon þá komst ég að því hversu ótrúlega langt maður kemst á tveimur jafnfljótum, eins og t.d. þegar ég hljóp frá Gljúfrasteini í Mosó út í sundlaugina á Seltjarnarnesi á einni æfingunni.

Annar kostur við hlaupin sem og sund og hjólreiðar, er að æfa úti undir berum himni allt árið og anda að sér ferska loftinu. Það er yndislegt, maður klæðir sig bara eftir veðri og vindum og nýtur hvers dags.

Hvað stóð upp úr í hlaupunum fyrir þig persónulega árið 2013? 
Í lok nóvember var ár síðan ég tók þátt í minni fyrstu Ironman keppni í Cozumel í Mexíkó. Það að klára heilt maraþon eftir 180 km hjólreiðar og 3,8 km sund er einstök tilfinning, þetta ársafmæli er svolítið sérstakt í mínum huga. En ég tók þátt í öðrum Ironman í júlí sl. í Frankfurt og bætti tímann verulega. Síðan varð ég Landvættur á síðasta árinu, sem er fjórþraut, skíðaganga, hjól, hlaup og sund, þar hljóp ég Jökulsárhlaupið í ágúst sem er virkilega fallegt hlaup.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Markmiðin eru stór og smá. Ég er bókuð í minn þriðja Ironman í ágúst 2014 í Kalmar í Svíþjóð. Ég er mjög hrifin af fjallahlaupum, hljóp t.d. Laugavegshlaupið árið 2011 og það er fallegasta leið sem ég hef hlaupið og mig langar að hlaupa það aftur. Stóra markmiðið mitt er að hlaupa 100 km + og mig langar mest í Ultra Trail  du Mont Blanc hlaupið. Til þess að komast þangað þarf ég að safna punktum sem ég mun klárlega gera á þessu ári. Einnig langar mig að hlaupa Boston maraþonið, svo ég þarf að ná lágmarki til að geta tekið þátt.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Mig langar að þakka Bibbu (Bryndísi Baldursdóttur) og Ásgeiri (eiginmanni hennar og aðstoðarþjálfara) fyrir að hafa vakið hlaupa-, fjallahlaupa- og þríþrautaráhuga hjá mér. Þau eru algjörlega einstök, alltaf dugleg að leiðbeina, hvetja og aðstoða okkur öll sem æfum með þeim. Einnig langar mig að þakka öllum yndislegu hlaupaæfingafélögum mínum sem og Þríkó æfingafélögunum fyrir skemmtilegan og yndislegan félagsskap. Ef þú ert að spá í að fara að hlaupa, ekki hika við að mæta á æfingu hjá okkur, það eru allir velkomnir til okkar alvega sama á hvaða getustigi þú ert.

Sjá frekari upplýsingar hér:

http://afrek.fri.is/Afr/keppendur/kep84185.htm

Halldora.is

Hér má lesa umfjöllun um Bíddu aðeins.


Halldóra á hjóli í Cozumel í Mexíkó þar sem hún tók þátt í Járnmanni.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is