Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
18.1.2014
Tonie Ý Skokkhˇp VÝkings: Hlaup gefa ˙trßs, vellÝ­an og gˇ­a samvisku

 
Tonie byrjaði að hlaupa fyrir fjórum árum og hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon í Amsterdam í haust.

Í Skokkhópi Víkinga eru fjölmargir hressir hlauparar. Einn þeirra er hin danska Tonie Gertin Sörensen. Tonie er 44 ára hjúkrunarfræðingur og hefur búið hér á landi í 19 ár. Sem unglingur og fram á fullorðinsár æfði hún handbolta og daðraði meðal annars við að komast í dönsku unglingalandsliðin á sínum tíma. Eins og oft er með boltaíþróttafólk var Tonie ekki spennt fyrir hlaupum lengi framan af, vildi meira fjör eins og hún orðar það sjálf. En hún lét tilleiðast, prófaði hlaupin og hefur ekki litið um öxl síðan.

Hvenær gekkstu í Skokkhóp Víkings, varstu búin að hlaupa lengi áður?
Ég byrjaði að hlaupa fyrir um fjórum árum og þá ein. Ég hljóp aðallega á bretti og notaði tímann meðan börnin voru að stunda sínar íþróttir. En í janúar 2012 dró vinkona mín mig á hlaupanámskeið hjá Torfa á hlaup.is. Mjög gagnlegt námskeið sem ég hef haft mikið gagn af og get mælt með. Torfi endaði námskeiðið með að segja að nú ættum við sem ekki vorum í skokkhóp að finna okkur einn slíkan. Fyrst hugsaði ég: „Nei ég vil sjálf ráða mínum æfingatíma og svo get ég ekki hlaupið nógu hratt eða langt til að vera í skokkhóp." Því ákvað ég að leita upplýsinga um skokkhóp ÍR sem er í hverfinu mínu en komst að því að meðlimir þar voru lengra komnir heldur en ég á þeim tíma og að hlaupa með þeim hefði ekki hentað mér.

Ég hélt áfram að hlaupa ein og reyndi að lengja hlaupin um 10% í hverri viku. Ég var með bókhald yfir æfingar mínar, en eftir námskeiðið hjá Torfa þá sá ég að ég var oftast að hlaupa sömu vegalengd á sama hraða. Ég var ekki að gera sprettæfingar eða hraðaæfingar ein. Tempóhlaupin voru oftast þau sömu og styrktar- og teygjuæfingar gerði ég stundum ef ég hafði tíma. 

Í febrúar 2011 fór ég með vinkonu minni á prufuæfingu hjá Almó (Skokkhópi Víkings) og eftir það var ekki aftur snúið. Í Almó eru tveir þjálfarar og hópur af glöðum og skemmtilegum félögum sem tóku vel á móti mér. Hópurinn er mjög fjölbreyttur og það er ekkert mál að koma inn í hann þó maður sé byrjandi. Þjálfarnir gefa manni leiðsögn um hvernig á að byrja og byggja sig hægt og rólega upp fyrir lengri og lengri hlaup. Aðalmálið er að vera þolinmóð, gefa sér tíma, halda áfram að mæta á æfingar og vera ófeimin að ræða um hvernig gangi. Ef maður lendur í erfiðleikum eða meiðslum, er mikið af góðum ráðum og þekkingu til staðar hjá skokkfélögum og þjálfurum.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Fyrst var ég óörugg um hvort ég gæti hlaupið eins hinir félagarnir. En móttökurnar voru mjög góðar og allt í lagi þó ég gæti ekki hlaupið allan tímann, ég gekk bara þess á milli. Fleiri voru í sömu sporum og þá byrjaði maður að spjalla og kynnast nýju fólki. Að vera í skokkhóp veitir mér fyrst og fremst aðhald og ýtir á mann að drífa sig út og æfa. Allir þurfa að hreyfa sig. Ég er farin að bæta við kílómetrum og er farin að hlaupa lengra en ég nokkurn tíma hafði áður gert. Í skokkhóp fær maður æfingaáætlun sem hjálpa til við að setja ný markmið og maður fær vissu um að maður sé að gera rétt.

Félagslegi þátturinn er líka mjög mikilvægur. Það er gaman að fylgjast með félögum bæta sig og fá hrós frá þeim þegar ég næ mínum markmiðum. Við hittumst einnig nokkrum sinnum yfir árið utan æfinga en Almó stendur t.d. fyrir morgunkaffi eftir laugardagshlaup, árshátíð, fyrirlestrakvöldum og utanlandsferðum svo eitthvað sé nefnt. Þann 20. október fórum við 30 Almóar ásamt mökum til Amsterdam í Amsterdammaraþonið. Tveir hlupu 8 km, 16 hálfmaraþon og  sex maraþon. Ferðin heppnaðist mjög vel og er stax farið að huga að þeirri næstu.

 
Toni stillir sér upp með númerið sitt í Amsterdam.

Hver er munurinn á því að hlaupa ein eða í hlaupahópi eins og Almó?
Það er tvennt ólíkt. Í dag þegar ég hleyp ein þá set ég oftast tónlist, útvarp eða hljóðbók í eyrun. Ég fer oftast til að tæma hugann og leyfi mér að vera ein með sjálfri mér og njóta augnbliksins. Þá finn ég fyrir veðri og vindum og nýt árstíðanna. Með hlaupahópnum fer maður eftir fyrirmælum þjálfarans, pressar meira á sig og fær tækifæri til að taka þátt í allskonar æfingum. En æfingarnar eru einmitt ótrúlega fjölbreyttar hjá þjálfurunum okkar. Þá eru æfingarnar skemmitlegar og þar er mikið hlegið. Maður fer glaður heim með góða samvisku og fullur af orku.

Á fólk sem er annaðhvort að hlaupa eða langar að byrja, að ganga í hlaupahóp?
Alveg hiklaust! Þú fær góðan stuðning, gott aðhald, leiðsögn hjá þjálfurum og félögum, fjölbreytt æfingaprógrömm, hvatningu, hrós, skemmtun og hlátur. Svo er mjög skemmtilegt að taka þátt í allskonar hlaupum, hittast þar og vera hluti af hóp. 

 
Tonie t.h. segir að stuðninginn sem hún fái í hlaupahópnum mikilvægan.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég æfi með skokkhópnum 2-3 í viku og fer stundum fjórða skiptið ein. Ég hleyp að meðaltali 20-30 km í viku. 

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Þau gefa mér útrás, vellíðan, góða samvisku og halda mér í kjörþyngd. Ég hugsa meira um heilsuna og hvað sé hollt. Þá er ég sjaldan kvefuð eða veik. Ég fæ meiri orku (merkilegt að maður notar orku í hlaupum en fær samt meiri orku til baka), ég sef betur og mér finnst gott að finna að ég hafi „notað" líkamann þegar ég er með harðsperrur daginn eftir. 

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Góð spurning. Í dag finn ég að ég fæ svo miklu meiri útrás á fleiri sviðum í hlaupunum heldur en í ræktinni. Eftir að ég byrjaði að hlaupa hef ég líka tekið skóna með mér þegar ég fer erlendis. Að hlaupa er góð leið til að skoða og kynnast svæðinu sem maður heimsækir. Sumir spyrja hvernig ég nenni því? Þetta er ekki kvöð, upplifunin og tilfinningin er góð eftir á, svo getur maður fengið sér að borða og drekka á eftir án samviskubits. Hlaup er frelsi og með þeim kynnist maður sjálfum sér betur.

Hvað stóð upp úr fyrir þig persónulega, í hlaupunum á síðasta ári??
Ég tók þátt í Amsterdammaraþoninu og hljóp í fyrsta skipti 21 km. Það var mjög gaman og það var sérstaklega skemmtilegt að hópurinn æfði saman fyrir hlaupið, sem gerði það að verkum að maður fékk góðan stuðning og hvatningu til að halda áfram. 

Hver eru  þín markmið til lengri og skemmri tíma?
Aðalmarkmið mitt er að hreyfa mig reglulega, styrkja líkamann, hafa gott þol og  hafa gaman af. Ég veit ekki alveg með fleiri markmið. Stundum langar mig að einbeita mér að því að auka hraðann í stuttu vegalengdunum. Þá langar mig að hlaupa hálft maraþon aftur. Utanvegahlaup kitla mig einnig en þau eru náttúrulega allt annað en innanbæjarhlaup. Hægra hnéð er svolítið viðkvæmt, ég þarf að hugsa vel um það, styrkja, gera æfingar, rúlla og nudda vöðvana. Því er ég ekki viss um að utanvegahlaup henti mér. Kannski verður það hálft maraþon í vor og svo Jökulsárshlaup í ágúst.

Umfjöllun hlaup.is um skokkhóp Víkings

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is