Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
19.2.2014
Skokkhˇpur Hamars: Engin lognmolla og sÝbreytilegar Šfingar

 

Hópur Hamarsmanna stillir sér upp eftir Reykjavíkurmaraþon.

Saga Skokkhóps Hamars nær aftur til ársins 2009 þegar fyrsta formlega æfingin var 7.september undir leiðsögn Péturs Frantzsonar. Skokkhópur Hamars varð nokkrum mánuðum síðar að deild innan íþróttafélagsins Hamars og er enn.

Í upphafi voru um 5-10 á æfingum að jafnaði en hópurinn hefur vaxið nokkuð síðan og í dag eru um 25 virkir félagar í hópnum. Um 10-15 einstaklingar til viðbótar eru ekki jafn virkir félagar og sjást jafnvel aðeins á tyllidögum að því er heimildir hlaup.is herma. Það er nokkuð vel að sér vikið í ekki stærra bæjarfélagi en Hveragerði.

Æfingar eru þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.30 og laugardaga kl. 10. Jafnan er hlaupið frá sundlauginni í Laugarskarði. Formaður Skokkhóps Hamars er Anton Tómasson sem gaf sér tíma til að fræða lesendur Hlaup.is um starfið. 

Hverjir eru meðlimir í Skokkhóp Hamars, er um að ræða þrautreynda hlaupara eða fólk sem er nýlega byrjað að hreyfa sig?
Í okkar hóp er allt litrófið af fólki og ekki mikið um fyrrum afreksmenn eða konur. Allir eru velkomnir, margir sem hafa enst í hópnum komu inn sem algerir byrjendur og eru búnir að gera skil maraþonhlaupum, Laugarvegshlaupinu o.f.l. Svo eru auðvitað einhverjir uppgjafar knattspyrnumenn sem alltaf eru eitthvað meiddir og svo er einn og einn ÍR-ingur inn á milli til að segja frægðarsögur. 

 
Hamarsmenn stilla úrin fyrir Flóahlaup 2013.

Finna allir eitthvað við sitt hæfi hjá ykkur, getuskiptið þið æfingum?
Pétur (þjálfari) hefur verið með áherslu á byrjendahópa á haustin og þannig dregið að nýja meðlimi sem fljótlega gengið inn í hefðbundnar æfingar hópsins. Æfingarnar eru ekki beint getuskiptar en hver og einn fer á sínum forsendum, sömu eða svipaða leið.

Sprettir og tempó æfingar eru sameiginlegar en hver hleypur eftir sinni getu hvað varðar ákefð og endurtekningar. Mikið er lagt upp úr að hópurinn sé að mætast eða fara sömu leið þannig að þú ert ekki einn að spæna upp malbikið eða mölina langt á undan öðrum eða öfugt, þú rekst alltaf á þína meðhlaupara hvort sem þú ert síðastur eða lang fyrstur.   

Hvar hlaupið þið aðallega?
Hveragerði og nágrenni býður upp á frábærar hlaupaleiðir meðan birtan endist. En í miðri viku yfir vetrarmánuðina förum við í brekkuspretti og tempókafla innanbæjar. Á laugardagsmorgnum er farið út fyrir göturnar, utanvegar eða reið- og gönguslóða, allt eftir því hvert hugurinn leiðir okkur. Hlaupaleiðir eru þó nokkrar norðan Hveragerðis, við hlaupum líka í Ölfusi, einnig til austurs og niður á Engjar (sunnan Hveragerðis). Gömlu Kambar eru einnig nýttir, Reykjar- Gufu- og Grænsdalur eru í næsta nágrenni svo eitthvað sé nefnt.  Allar æfingar byrja ívið sundlaugina í Laugarskarði í Hveragerði og ef farið er á æfngu utan Hveragerðis (á bíl) þá er farið þaðan einnig. Heitu pottarnir eru vel nýttir eftir hlaupaæfingarnar

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Félagslífið er líflegt en skipuð skemmtinefnd hverju sinni sér annars vegar um vorfagnað og hins vegar um haustfagnað sem hefur verið nánast eins og uppskeruhátíð. Þess utan er mikið reynt að fara saman í hlaup og við reynum að vera okkur og öðrum til gleði hverju sinni. Einnig er farið í fjallgöngur yfir vetrartímannm ca. einu sinni í mánuði en þar er "fjallkóngur" Sverrir Geir Ingibjartsson sem þekkir margar þúfur á suðurlandinu og enn fleiri fjöll á landinu. Við höfum farið í fjöruhlaup með Frískum Flóamönnum einu sinni á ári (frá Óseyrarbrú til Þorlákshafnar). Auk þess að gera margt fleira skemmtilegt til að brjóta upp rútínuna. Pétur Frantzson er góður í þessu, þykir frekar uppátækjasamur og sér til þess að á æfingum er síbreytileiki og engin lognmolla.

Nánari upplýsingar má nálgast um starf hópsins á vefsíðunni hamarsport.is. Þá má nálgast hópinn á Facebook undir Skokkhópur Hamars.

Viðtal við Jakob Fannar úr Skokkhópi Hamars

Heimir Snær Guðmundsson

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is