Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
21.2.2014
Jakob Fannar ˙r Skokkhˇpi Hamars: Ůurfti a­ gera eitthva­ Ý sÝnum mßlum

Í apríl 2012 mætti Jakob Fannar Hansen 21. árs Hvergerðingur á sína fyrstu hlaupaæfingu á ævinni hjá Skokkhópi Hamars. Lengi vel æfði Jakob Fannar badminton en hætti sem unglingur, Jakob Fannar hafði hins vegar aldrei hlaupið að staðaldri. Í upphafi árs 2012 áttaði Jakob Fannar sig á því að hann þyfti að gera eitthvað í sínum málum, hann stundaði enga líkamsrækt og hafði þyngst ansi mikið. Nú tæpum tveimur árum síðar er Jakob Fannar búinn að hlaupa maraþon og hefur enn stærri markmið.

Hvernig kom það til að þú gekkst í Skokkhóp Hamars?
Ég frétti af því að það væri að fara í gang byrjendahópur hjá Skokkhópi Hamars svo ég ákvað að prófa að mæta en ég var alls ekki jákvæður og hafði lítinn skilning á því hvernig fólk nennti að fara út að hlaupa í hvaða veðri sem er. Fyrstu æfingunni gleymi ég seint, þá aðallega vegna þess að ég gat ekki gengið eðlilega í ansi marga daga á eftir út af harðsperrum. Ég hélt hinsvegar áfram að mæta og eftir fjórar vikur var ég farinn að hlaupa 5 km án þess að stoppa, eitthvað sem ég hefði aldrei trúað mér til hér áður fyrr. Maður er ótrúlega fljótur að sjá bætingar ef vel er æft og ekki leið á löngu þangað til ég var kominn í fyrsta flokks hlaupaskó og með Garmin úr á hendina. 

 
Jakob stefnir á Laugaveginn eða Hengilshlaupið í ár.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Það eru ekki aðeins bætingarnar sem hvetja mig áfram til að mæta á æfingar. Hópnum er stýrt af staðfestu af Pétri Inga Frantzsyni sem hvetur mann áfram eins og hetja og hjálpar manni að setja sér markmið sem oftar en ekki maður nær.

Gleðin er aldrei langt undan í hópnum og öllum nýjum félögum er tekið fagnandi frá fyrsta degi. Ekki skemmir fyrir að geta rætt hlaupin í vinnunni hjá Kjörís enda þó nokkrir skokkarar sem vinna þar.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Ég hef nokkrum sinnum reynt að fara einn út að skokka en það endar yfirleitt alltaf eins: Annaðhvort varð vegalengdin mikið styttri heldur en ég lagði upp með eða tíminn verður mikið verri en ella. Það er ótrúlegt hvað það gefur mér að hafa einhvern í kringum mig á hlaupum, hvort sem það er til að spjalla við af og til eða hafa viðkomandi til að hvetja mig áfram.

Það kemur einnig fyrir að keppnisskapið láti til sín taka og þá er ekki leiðinlegt að hafa einhvern til að keppa við. Maður finnur sérstaklega vel fyrir félagsskapnum á langri æfingu í leiðinlegu veðri.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Æfingarnar hjá hópnum eru mjög fjölbreyttar og mismunandi eftir árstíma og aðstæðum. Á sumrin hef ég verið að hlaupa 4-5 sinnum í viku þar sem algeng vegalengd á hverri æfingu er 10-12 km. Þær lengjast hinsvegar töluvert þegar nær dregur þeim hlaupum sem maður vill standa sig í og lengstar hafa æfingarnar hjá mér orðið um 30 km.

Hvað stóð upp úr persónulega í hlaupunum á síðasta ári?
Þrjú hlaup stóðu upp úr í ár. Tvö hálfmaraþon, annars vegar Reykjavíkurmaraþon og hinsvegar Brúarhlaupið á Selfossi. Í október síðastliðinn fórum við svo átta saman úr skokkhópnum til Munchen í Þýskalandi þar sem ég kláraði heilt maraþon sem ég tel bara ansi gott þrátt fyrir að tíminn hafi verið töluvert lakari en ég hefði viljað. Það má alltaf bæta hann seinna.

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Veturinn ætla ég að nota í uppbyggingu fyrir komandi hlaupasumar. Ég hleyp 1-2 í viku en tek styrktaræfingar 3-4 sinnum í viku með því. Svo er planið að bæta tímann sem ég á í hálfu maraþoni næsta sumar og mig langar mjög mikið að fara eitt langt utanvegahlaup, annaðhvort Laugaveginn eða Hengilshlaupið.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Fyrir mér eru hlaup ekki bara líkamsrækt sem ég mæti í til að halda mér í formi. Ég met það mikils að fá að æfa með skemmtilegu fólki sem hvetur mann áfram þegar á þarf að halda, stappar í mann stálinu þegar illa gengur og óskar manni til hamingju þegar vel gengur. Að hlaupa í hóp er stórkostlegt og það er ómetanlegt að eignast svona marga félaga. Ég hvet alla sem ekki hafa prófað að vera í hlaupahóp að gera það. Það er hinsvegar eitt sem er víst: Ef þú vilt æfa í fjölbreyttu, fallegu  og krefjandi umhverfi, með skemmtilegasta fólkinu og skrautlegasta þjálfaranum, þá þarftu að mæta á æfingu hjá Skokkhópi Hamars í Hveragerði.

Umfjöllun um Skokkhóp Hamars

Heimir Snær Guðmundsson

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is