Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
18.5.2014
Viktor Vigf˙sson ˙r Hlaupahˇpi ┴rmanns: "A­ vera Ý hlaupahˇpi kemur manni Ý kynni vi­ a­ra skrřtna hlaupara"

 
Viktor og einn kaldur eftir Berlínarmaraþon.
Viktor Vigfússon er fulltrúi Hlaupahóps Ármanns í umfjöllun hlaup.is um hópinn. Viktor sem er 46 ára byrjaði að hlaupa af viti fyrir um 10 árum síðan. Fyrst um sinn lét hann duga að hlaupa á sumrin áður en hlaupin urðu að heilsárssporti. Nú er svo komið að Viktor stefnir á að hlaupa maraþon á undir þremur klukkustundum. Viktor starfar hjá Icelandair Technical Services, er kvæntur og á tvo syni, sjö ára og 22 ára..

Hvenær gekkstu í hlaupahópinn, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Ég fór fyrst að æfa í hóp þegar Íslandsbanki bauð upp á skipulagða þjálfun fyrir Reykjavíkurmaraþonið 2006. Í kjölfarið æfði ég með Afrekshópi Daníels Smára sem var í samstarfi við Ármann um hríð og ég hef æft með Hlaupahópi Ármanns frá því hann var stofnaður fyrir nokkrum árum.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Það að vera í hlaupahópi kemur manni í kynni við aðra skrítna hlaupara og svo er fínt að hafa þessa föstu punkta sem æfingarnar eru. Ég hef auk þess haft góða þjálfara og séð árangurinn af því að fylgja fjölbreyttri æfingaáætlun. Hlaupahópurinn heldur mér við efnið, en svo er alltaf hægt að blanda því saman að mæta á æfingar hópsins og hlaupa einn.

Hver er munurinn á því að hlaupa einn eða í hlaupahóp?
Það að hlaupa einn felur augljóslega í sér meiri sveigjanleika varðandi tímasetningu, hraða, vegalengd og hlaupaleið. Þá eru oft með í för "hlaupafélagar" úr tónlistargeiranum. Hvort sem um er að ræða sprettæfingar eða löng úthaldshlaup þá getur hins vegar verið gott að hafa hlaupara á svipuðu reki til að halda hraðanum, veita hvatningu og félagsskap. Við vissar aðstæður, eins og t.d. í utanvegahlaupum á nýjum slóðum felst svo öryggi í því að hlaupa í hóp. Ekki það að ég sýni alltaf þá skynsemi.

Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Fjölbreytt hreyfing er auðvitað góð og jafnvel hægt að hafa skilning á þeim sem sækja í sveitta lyftingabekki. Það er hins vegar svo margt jákvætt við hlaupin. Einfalt - þetta er ekki flókin íþrótt. Ódýrt - þarf ekki dýran staðalbúnað. Sveigjanleg - þú getur í raun hlaupið hvar sem er og hvenær sem er. Fjölbreytt - það er hægt að blanda saman ýmsum útgáfum að sprettum og lengri hlaupum, götuhlaupum, yfir holt og hæðir, upp um fjöll og firnindi. Ég hef sérstaka ánægju af utanvegahlaupum og nota hlaupin til að uppgötva nýja staði í íslenskri náttúru. Á ferðalögum erlendis er svo hægt að komast yfir að sjá ansi mikið af borgum og framandi stöðum á hlaupum.

Viktor á ferðinni í Kaldadal í RunIceland hlaupinu.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi? 
Ætli ég verði ekki að teljast orðinn nokkuð forfallinn hlaupari, án þess að hlaupin hafi þó yfirtekið líf mitt. Yfir vetrartímann er ég yfirleitt að hlaupa þrisvar sinnum í viku. Þá er um að ræða tvær sprettæfingar og svo lengra hlaup á laugardagsmorgnum. Það bætist svo yfirleitt í prógrammið þegar fer að vora og þegar ég er í undirbúningi fyrir t.d. maraþonhlaup eða Laugavegshlaupið. Þetta eru svona 40-100 km á viku.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp?
Þótt það sé ekkert að því að hlaupa einn, ef fólk er þannig þenkjandi, þá get ég mælt sterklega með því að ganga í hlaupahóp. Hlaupahópur Ármanns, eins og flestir hópar, hentar jafnt byrjendum sem hlaupanördum. Þjálfarinn setur upp prógram við allra hæfi, leiðbeinir og gefur góð ráð, auk þess sem hlaupararnir hafa stuðning hver af öðrum. Svo gefst kostur á ýmsu félagslífi í kringum hópinn og stundum er jafnvel talað um eitthvað annað en hlaup. En bara stundum.


Brosað framan í myndavélina í Reykjavíkurmaraþoni 2012
Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum sídan þú byrjaðir að hlaupa?
Ég fór í mitt fyrsta maraþon í New York árið 2010 og hef síðan hlaupið í Berlín og Amsterdam. Þetta var í öllum tilfellum sérlega skemmtileg upplifun og auk þess ánægjulegt að ég náði þeim markmiðum sem ég setti mér. Jafnframt verð ég að nefna íslensku utanvegahlaupin, eins og t.d. Laugaveginn, Jökulsárhlaupið, Barðsneshlaupið og Snæfellsjökulshlaupið. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa þeim, fólk verður einfaldlega að upplifa þau. Það hefur síðan verið frábært að geta í þessum hlaupum á Íslandi og erlendis sameinað þau fríi með fjölskyldunni, haft hana með í upplifuninni og fundið stuðning frá henni.

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega?
Veita gleði og hamingju. Ég hef þá trú að þau auki líkamlega og andlega vellíðan og komi í veg fyrir veikindi. Svo er líka gaman að sjá framfarir, keppa við sjálfan sig og aðra. Það er orðið endalaust framboð af skemmtilegum hlaupum á Íslandi og ég verð að viðurkenna að keppnin kryddar hlaupin hjá mér. Þótt ég eigi ekki roð í þá bestu þá hef ég náð sæmilegum árangri í mínum aldursflokki. Sérstaklega þegar hann er þröngt skilgreindur!

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Ég er ánægður með að hafa verið að bæta mig jafnt og þétt undanfarin ár. Í fyrra bætti ég mig í öllum vegalengdum og stefni einfaldlega á áframhaldandi bætingu. Ég er að vonast til að brjóta þriggja klukkustunda múrinn í næsta maraþoni. Annars er markmiðið líka að koma mér upp góðu "safni" af utanvegaleiðum á Íslandi og prófa einhver löng utanvegahlaup á erlendri grundu.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég hef á síðustu árum svo til alfarið fært mig yfir í þunnbotna skó og hef mjög góða reynslu af þeim. Ég passaði mig á að fara varlega af stað og fylgja leiðbeiningum um hversu hratt er óhætt að auka vegalengdina. Í dag hleyp ég allar vegalengdir í þunnbotna og eingöngu á grófum utanvegaleiðum nota ég veigameiri skóbúnað. Mín reynsla styður það sem sagt hefur verið um ávinning af "minimal" skóm eða því að hlaupa sem næst því berfættur, þ.e. betri alhliða styrkur, minni hætta á meiðslum og hollari hlaupastíll. Svo er þetta einfaldlega skemmtilegra.


Viktor hefur heillast mjög að utanveguhlaupum á seinni árum.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is