Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
11.11.2014
DavÝ­ ˙r Laugaskokki: A­ sigrast ß sjßlfum sÚr er besta sŠluvÝma sem til er!

i
Davíð og hundurinn Samson eftir Álafossir sem þeir vinir hlupu saman.

"Ég byrjaði að hlaupa eftir að hafa strengt áramótaheit árið 2009. Markmiðið var að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni sem endaði með því að ég hljóp hálft maraþon og leið svo vel á eftir að ég gat ekki hætt," segir Davíð Terrazas úr Laugaskokki, 32 ára grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu. Við spjölluðum við Davíð um hlaupin og Laugaskokk fyrir skömmu.

Hvenær gekkstu í Laugaskokk, varstu búinn að hlaupa lengi áður?
Ég byrjaði næstum því um leið í hlaupahóp því ég var svo spenntur að fá ráð og finna aðferðir til að ná betri árangri. Ég hafði í raun enga reynslu af hlaupum og það var mjög hjálplegt að komast í hóp og fá fagleg ráð frá þjálfara.

Hvernig hlaupari ertu, hvað hleypur þú oft og lengi í einu?
Ég vil helst bara hafa sem mest gaman af þessu og set mér sjaldan annað markmið en að klára. Ég tek hlaupin semsagt aldrei of alvarlega og stunda þau mér til skemmtunar. Ég hleyp yfirleitt þrisvar í viku allt árið til að halda mér í formi og til þess að láta mér líða vel. Svo tek ég mér stundum hlé inn á milli, jafnvel í heilan mánuð til þess að hvíla en stunda þá eitthvað allt annað á meðan, t.d. jóga. Venjuleg hlaupavika hjá mér samanstendur af þremur æfingum interval, tempo og svo langhlaupi um helgar.

Hvað hefur það gefið þér að hlaupa í hlaupahóp?
Það er frábært að vera í hlaupahóp bæði félagslega og til þess að ná betri árangri. Þar er fullt af fólki með mikla reynslu sem er ávallt til í að deila fróðlegum upplýsingum og veita góð ráð varðandi hlaup. Ég er ekki viss um að ég væri ennþá að hlaupa ef ég væri ekki í hlaupahóp. Lengri vegalengdir geta verið svolítið einmannalegar, þess vegna er frábært að hafa félaga með sér. Það er ekki síður gagnlegt þegar við erum í þrekæfingum.

Á fólk sem er að hlaupa eða langar að byrja að ganga í hlaupahóp? Af hverju?
Það er auðvitað persónubundið hvernig fólk vill hafa þetta. Mín reynsla er sú að það að ganga í hlaupahóp er frábær leið til þess að viðhalda áhuganum. Það er sérstaklega þægilegt í stórum hlaupahópum eins og Laugaskokki því þar breytir litlu hversu langt þú ert komin. Hópurinn hentar vel byrjendum sem og þeim sem eru lengra komnir og fólk mun vafalaust geta verið samferða einhverjum sem er á svipuðum stað er varðar þol og hraða. 

Hvað gera hlaup fyrir þig persónulega? 
Þau eru streitulosandi! Það er frábært að fá góðan klukkutíma fyrir sjálfan sig þar sem maður er 100% á staðnum og fær að skilja verkefnin eftir uppi í vinnu. Hlaupin veita mér jafnframt mikla gleði og hamingju. Það er frábær tilfinning að koma sjálfum sér reglulega á óvart. Að sigrast á sjálfum sér er besta sæluvíma sem til er! 


Af hverju hlaup frekar en ræktin eða önnur hreyfing?
Það er svo frábært að vera úti! Allt árið! Fyrir þá sem vinna innanhús allan daginn er frábært að fá útrás úti. Það er líka ótrúlegt hvernig viðhorfið breytist gagnvart íslensku veðri.

Viltu deila með lesendum því sem hefur staðið upp úr persónulega í hlaupunum á þessu ári?
Það að hafa hlaupið Laugaveginn í sumar stendur klárlega upp úr hjá mér. Ég hafði aldrei hlaupið lengra en hálfmaraþon en hef alltaf langað að prófa lengra hlaup. Ég setti mér það sem markmið í ár og þjálfaði stíft fram að hlaupi. Ég hljóp sex sinnum í viku, um 100 km þegar nær dró, þannig að þetta var meiriháttar áskorun. Það er frábært að taka utanvegaæfingar í íslenskri náttúru. Ég fann fullt af nýjum fallegum stöðum sem ég vissi ekki að væru til, sem var algjör bónus. Utanvegahlaup er eitthvað sem ég mun klárlega stunda hér eftir. Ég hugsa að ég hafi aldrei komið sjálfum mér jafnmikið á óvart eins ég gerði þegar á kom í mark eftir Laugaveginn. 

Hver eru markmiðin til skemmri og lengri tíma?
Markmiðið er klárlega að halda áfram, jafnvel að bæta tímann minn og kannski hlaupa heilt maraþon í náinni framtíð. 

Eitthvað að lokum?
Ég hvet alla sem hafa áhuga að hlaupa að skella sér út og prófa! Sama í hvernig formi viðkomandi er. Aðalatriðið er að hafa gaman af og það er um að gera að nýta sér þann mikla stuðning og félagsskap sem að hlaupahóparnir hafa upp á að bjóða. Það eru fullt af skemmtilegum hlaupum og hlaupaleiðum í boði og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

Umfjöllun hlaup.is um Laugaskokk.
Umfjallanir hlaup.is um hlaupahópa landsins.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is