Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
18.11.2014
Skokki ß H˙savÝk - Fj÷lbreyttar Šfingar Ý fallegu umhverfi


Skokkafélagar í Berlín haustið 2013, Ágúst, Jón Friðrik, Guðmundur, Jón Kristinn og Þórir.
Hlaupahópurinn Skokki er stofnaður 13. febrúar 2009 af nokkrum áhugasömum hlaupurum á Húsavík og nágrenni. Markmið hópsins er að stunda saman heilsubætandi hreyfingu og útiveru. Hópurinn hittist reglulega, hleypur saman og gerir styrkar- og teygjuæfingar.

Æfingarsvæði Skokka er að mestu á og við Húsavík, t.d. á íþróttavöllunum, suður eða norður frá Húsavík, upp á Húsavíkurfjall, upp að Botnsvatni, fjörurnar á Tjörnesi eða Bakkarnir suður frá Húsavík. Á sumrin hefur Skokkafólk farið í styttri hlaupaferðir í Þingeyjarsýslum.

Á Facebook síðu Hlaupahópsins Skokka eru birtar upplýsingar um afrek hópsins og tilkynningar um hlaup eða ferðir.

Fastir liðir í starfsemi Skokka eru:

  • Laugardagshlaupin, kl. 10:00 (lengra/rólegra) frá Sundlaug Húsavíkur. Algeng vegalend 10-20 km. Hlaupaferðir um Þingeyjarsýslur yfirleitt farnar á laugardögum.
  • Þriðjudagsprettæfingar, kl. 18:00 (sprettir/hraðabreytingar/tempó) á íþróttavellinum á Húsavík.
  • Haustið 2014 eru tvær aukaæfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00 í tækjasal Íþróttahallarinnar á Húsavík, styrktaræfingar og teygjur. Hver hitar upp fyrir sig.

Halda tvö almenningshlaup
Hlaupahópurinn Skokki heldur tvö almenningshlaup á hverju ári. Á Mærudögum á Húsavík (haldnir helgina fyrir Verslunarmannahelgina) er haldið Botnsvatnshlaup Landsbankans. Hlaupið hefst upp við Botnsvatn og lýkur í Skrúðgarðinum á Húsavík. Val er um 7,6 km. (hringur um Botnsvatn og síðan niður í Skrúðgarð) og 2,6 km. (beint niður í Skrúðgarð).

Gamlárshlaup Skokka er haldið á Gamlársdag. Í boði eru 3 km., 5 km. og 10 km. hringir um Húsavík. Hlaupin eru venjulega kynnt á www.hlaup.is og heimasíðu Skokka á Facebook.


Skokki stendur fyrir Botnsvatnshlaupinu sem margir þekkja.


"Skokkarar" við minnismerki um Einar Benediktsson skáld.

Auk þess eru Skokkafélagar duglegir að taka þátt í almenningshlaupum. Haustið 2013 tóku nokkrir Skokkafélagar þátt í Berlínarmaraþoninu og vorið 2015 stefnir hópur í Parísarmaraþonið.

Þingeyingar velkomnir
Hlaupahópnum Skokka yrði sómi sýndur ef hlaupagestir í Þingeyjarsýslum langar í hreyfingu í góðum félagsskap. Best er að nálgast upplýsingar um æfingar á fésbókarsíðu Hlaupahópsins Skokka eða setja sig í samband við tengiliði.

Tengiliðir:
Guðmundur Árni Ólafsson, gumola@hotmail.com,
sími 861-0182.

Jón Friðrik Einarsson, jonfr.e@mi.is,
sími 864-1295.

Ágúst Sigurður Óskarsson, agust.sigurdur@simnet.is, sími 864-6601.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is