Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Hlaup
┌rslit
┌rslit - Erlend hlaup
Hlaupadagskrß 2020
Hlaupadagskrß fyrri ßra
Erlend hlaupadagskrß
Kort
Skokkhˇpar
  Skokkhˇpar ß ═slandi
  Umfj÷llun um skokkhˇpa
Myndasafn
HlaupTV
Myndb÷nd
Skrßningar Ý hlaup
Efni inn ß hlaup.is
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Hlaup  >  Skokkhˇpar  >  Umfj÷llun um skokkhˇpa
12.1.2015
Riddarar Rˇsu ß ═safir­i: ŮrÝ■rautarkappar, byrjendur, skÝ­ag÷ngukempur og allt ■ar ß milli


Riddarar rækta líkama og sál í faðmi fjallanna á heimavelli á Ísafirði.

Á Ísafirði hefur verið til staðar hlaupahópur frá árinu 1993 sem ber það herskáa nafn Riddarar Rósu. Starf Riddarana fer að mestu fram á sumrin þó virkni sé einnig í starfinu á veturna. Við fengum Guðbjörgu Rós Sigurðardóttir einn forsvarsmanna Riddaranna til að leiða okkur í allan sannleika um hópinn.

Áður en lengra er haldið er rétt að minna á æfingatíma Riddaranna: Hlaupið er frá íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudögum og fimmtudögum klukkan 18. 15 og á laugardögum kl 9.30 (maí- okt) Á veturna er hlaup og þrek frá Vallarhúsinu Torfnesi klukkan 18.15 á mánudögum og jóga á fimmtudögum klukkan 18.15.

Hver er saga Riddara Rósu í stuttu máli?
Riddarar Rósu voru stofnaðir árið 1993. Nafn hópsins er í raun tilvitnun í starfið á þeim tíma en þá voru aðallega karlmenn að hlaupa og svo Rósa Þorsteinsdóttir. Því lá best við að kalla hópinn þessu nafni, Riddarar Rósu.

Hve margir eru Riddarar Rósu og hvernig hefur fjöldinn þróast á undanförnum
árum?

Hópurinn telur 30-40 manns og er hvað fjölmennastur á sumrin. Fram til ársins 2008 var enginn fastur þjálfari, heldur hittumst við þrisvar í viku og hlupum saman. Árið 2008 flutti Martha Ernstsdóttir margfaldur Íslandsmeistari í bæinn og fór að þjálfa hópinn. Þá fóru æfingarnar að vera markvissari, hópurinn stækkaði mikið og lagði í raun grunninn að þeim Riddurum sem eru að hlaupa í dag. Þegar mest var voru um 80 manns á æfingum en síðustu tvö ár hefur kjarninn verið um 20-30 manns. Svo hafa aðrir komið og farið eins og gengur.

Getuskiptið þið æfingum?
Æfingunum er alltaf getuskipt. Þó svo að Martha sé ekki á staðnum lengur þá sendir hún okkur prógram sem við förum eftir. Það er þrískipt og er alltaf einhver reyndari hlaupari sem stjórnar æfingum hverju sinni. Við byrjum yfirleitt á þvi að hita upp í 15-20 mín, hittumst svo á ákveðnum stað og þaðan eru teknir sprettir og eru settin þá mismunandi eftir getu hlaupara. Á laugardögum eru yfirleitt löngu hlaupin og þá hefur það þróast þannnig að hóparnir koma sér saman um að hittast á ákveðnum tíma og hlaupa saman.

Eru Riddarar Rósu þrautreyndir hlauparar eða íþróttamenn? Eða einfaldlega fólk sem langaði að byrja að hreyfa sig?
Meðlimir hópsins hafa í raun margvíslegan bakgrunn. Stór hluti hópsins stundar gönguskíði á veturna með hlaupunum en einnig eru þarna aðilar sem hafa verið í þríþrautum og sundi.

Meðlimir hafa tekið þátt í hinum ýmsu þríþrautum, m.a. hálfum og heilum járnkarli og innan hópsins eru einnig gamlar gönguskíðakempur sem halda sér í formi á sumrin með hlaupum. Byrjendurnir hafi flestir lítinn grunn en eiga það sameiginlegt að vilja koma sér af stað í einhverskonar hreyfingu eftir langa hvíld


Riddararnir kunna að skemmta sér á æfingum.

Hvernig gengur að sníða æfingar að ólíkum þörfum hvers og eins?
Það gengur mjög vel, við reynum að sinna hverjum og einum eins og hægt er. En þar sem enginn þjálfari er á æfingum þá bendum við líka hlaupurum á að hafa samband við Mörthu og getur hún þá svarað spurningum og búið til sér prógram ef þess er þörf. Auðvitað reynum við eftir bestu getu að leiðbeina þeim sem þurfa aðstoð en Martha er alltaf til taks ef á þarf að halda


Tekið á því í einu hlaupanna sem Riddarar hafa staðið fyrir.

Hvar hlaupið þið aðallega?
Við hittumst yfirleitt við íþróttahúsið Torfnesi og hlaupum við þá þaðan, ýmist út í Hnífsdal eða inn í fjörð. Einnig notum við svolítið skíðaveginn okkar, varnargarðinn og þær brekkur sem við finnum í nágrenninu.

Hvað með félagslíf, er mikið um atburði utan æfinga?
Árshátíð Riddaranna er alltaf haldin fyrstu helgina í september en þá er haldin þríþraut Vasa fyrr um daginn og finnst okkur tilvalið að slútta sumrinu með henni. Við höfum ekki farið út saman sem hópur en í haust fórum við þrjú og hlupum í Munchenmaraþoninu og árið 2011 fóru einhverjir til Amsterdam. Á næsta ári eru tíu Riddarar að fara að hlaupa Berlínarmaraþon og svo er stefnan að fara ferð 2016 þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, 10, 21 og 42 km.

Riddarar Rósu ásamt Höfrungi á Þingeyri standa að Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum en við höfum haldið hana síðan 2009. Hún er alltaf haldin þriðju helgina í júlí og stendur frá föstudegi til sunnudags. Þar er hægt að velja um sjósund, götuhlaup, fjallahjólreiðar, fjallahlaup og skemmtiskokk þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig höfum við haldið maraþonboðhlaup þar sem við söfnum pening fyrir ákveðið málefni og hefur það tekist vel. Höfum haldið boðhlaupið tvisvar og náð að safna ágætis pening fyrir þarft málefni.

Eru allir velkomnir, hvernig eiga áhugasamir að bera sig að?
Það eru allir velkomnir í Riddarana, best er að setja sig í samband við okkur í gegnum fésbókarsíðu hópsins en einnig er hægt að senda fyrirspurn á hagu@centrum.is. Á sumrin erum við með fastar æfingar þrisvr í viku þar sem lögð er áhersla á interval og löng hlaup en að auki fá meðlimir sent prógramm frá Mörthu þar sem aukaæfingar eru á.

Á veturna höldum við áfram að fá prógam en fastar æfingar eru þrekæfingar og jóga. Við hittumst ekki á ákveðnum tímum yfir veturinn til að hlaupa en það eru einhverjir sem taka sig saman og hlaupa t.d. intervalið saman.

Eitthvað að lokum?
Viljum bara hverja alla áhugasama um hlaup að prófa að mæta á Riddara æfingu því enginn verður svikinn af því....

Viðtal hlaup.is við Guðlaugu Jónsdóttir úr Riddurum Rósu

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is