Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
12.10.2019
Kipchoge hljˇp mara■on ß 1:59:40

Kenýumaðurinn Eliud Kipchoge vann eitt stærsta íþróttaafrek sögunnar í morgun þegar hann hljóp maraþon á undir tveimur tímum, á 1:59:40. Hlaupaáhugamenn þekkja verkefnið Breaking 2 sem hefur vakið athygli undanfarin ár en það snerist um að búa til umgjörð fyrir Eliud til að hlaupa maraþon á undir tveimur tímum. Tilraunin mistókst á kappakstursbrautinni Monza á Ítalíu fyrir tveimur árum, en þá hljóp Kipchoge á 2:00:26.

En Kipchoge náði takmarkinu nokkuð örugglega í dag, hann hélt hraðanum 2:50 á km í gegnum næstum hvern kílómeter á hlaupaleiðinni í Vín í Austurríki. Lokaspretturinn verður lengi í minnum hafður en þá létu hérarnir sig hverfa og Kipchoge tók svakalegan endasprett, skælbrosandi og veifandi til áhorfenda eins og óður maður.


Kipchoge á lokasprettinum í Vín.

Fagnaði eins og óður maður
Það var virkilega áhrifaríkt að sjá Kipchoge hlaupa lokasprettinn þegar hann gerði sér grein fyrir að takmarkið væri í sjónmáli og ekki síður eftir að hann kom í mark þegar hann hljóp um endamarkið eins og óður maður til að fagna afrekinu.

Tíminn Kenýumannsins fæst hins vegar ekki viðurkenndur sem heimsmet enda ekki um hefðbundið hlaup að ræða. 41 héri, margir af bestu hlaupurum heims skiptust á að halda uppi réttum hraða fyrir Kipchoge og hvetja hann til dáða á leiðinni. Þá keyrði bíll á undan hópnum sem varpaði grænum leysigeysla á jörðina til marks um þann hraða sem þyrfti að halda uppi til að ná undir tveimur tímum.

Tugþúsundir fylgdust með hlaupinu sem fram fór í Vín en Kipchoge hljóp í hring sem var 9,4 km að lengd.

Þess má geta að yfir 500 þúsund manns fylgdust með hlaupinu á Youtube að ótöldum þeim er fylgdust með í sjónvarpi og í gegnum aðrar leiðir.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is