Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2016
31.8.2016
═slandsmeistaramˇt ÷ldunga Ý frjßlsum um helgina

Íslandsmeistaramót öldunga í frjálsum íþróttum fer fram um helgina, 3-4 september á Selfossvelli.

Allar nánari upplýsingar má finna hér að neðan. 

1. Aldursflokkar:

Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri
Karlar: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri

Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag en ekki fæðingarár samkvæmt reglum Evrópusambands Öldunga, EVAA. Yngstu keppendur í kvennaflokki eru því fæddir fyrir 3. september 1986 og þeir yngstu í karlaflokki fyrir 3. september 1981.

2. Fyrirkomulag keppninnar

Keppt verður samkvæmt reglugerð FRÍ um Meistaramót Íslands. Drög að tímaseðli fylgja hér með og endanlegur tímaseðill 2 dögum fyrir mótið. Eiginlegur tæknifundur verður ekki haldinn, en mótsstjóri og yfirdómari munu svara spurningum og taka við ábendingum varðandi framkvæmd mótsins frá kl. 10:00 - 10:30 fyrri keppnisdag. Einnig                 er hægt að skrá sig á þessum tíma og þar til 30 mínútum fyrir upphaf keppni í hverri      grein. Keppendur geta komið með eigin kastáhöld til vigtunar kl. 10:30 á laugardeginum.

Kúluvarp karla er að jafnaði vinsæl keppnisgrein. Hefur mótshaldari heimild til að skipta keppnishópi í þeirri grein upp í tvo kasthópa til að stytta biðtíma milli kasta.

                               Laugardagur:                                                  Sunnudagur:

                               Langstökk karla og kvenna                         110 m grind ka., 100 m grind kv.

                               Kúluvarp karla og kvenna                            200 m karla og kvenna

                               100 m hlaup karla og kvenna                     800 m hlaup karla og kvenna

                               400 m hlaup karla og kvenna                     3000 m hlaup karla og kvenna

                            1500 m hlaup karla og kvenna                     Sleggjukast karla og kvenna

                            Hástökk karla og kvenna                              Spjótkast karla og kvenna

                            Kringlukast karla og kvenna                           Lóðkast karla og kvenna

                                                                             

3. Skráningar:

Skráningar fara fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Einnig má senda inn skráningar á mótshaldara á netfangið gudmunda89@gmail.com en ekki síðar en fyrir miðnætti fimmtudaginn 1. september. Skráning fer einnig fram á mótsstað og lýkur 30 mínútum áður en keppni hefst í hverri grein. Ekki er nauðsynlegt að keppa undir nafni félags á MÍ öldunga,  né er þess krafist að keppt sé í liðsbúningi þó svo að það sé ávallt til sóma á Meistaramóti Íslands.

4. Þátttökugjöld:

Keppendur skulu greiða þátttökugjaldið áður en keppni hefst og er gjaldið 1.500 kr. á grein en að hámarki 4.500 kr. á hvern keppanda. Vinsamlega greiðið þátttökugjald inn á reikning Frjálsíþróttaráðs HSK í síðasta lagi föstudaginn 2. september og framvísið staðfestingu með því að senda kvittun með tölvupósti á hsk@hsk.is.  Reikningsnúmerið er 0325-26-003003 kt. 681298-2589. Á keppnistað er mögulegt að greiða með reiðufé.

5. Félagsbúningar og keppnisnúmer.

Æskilegt er að keppendur klæðist félagsbúningi sínum í keppni. Keppendur skulu bera keppnisnúmer sitt að framan, þó er heimilt að hafa númerið aftan á keppnisbúningi í stangarstökki og hástökki.

6. Verðlaun og stigakeppni:

Verðlaun verða veitt á staðnum fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki. Keppt verður til stiga milli félaga í öllum aldursflokkum samkvæmt reglum FRÍ og farandgripur afhentur því félagi sem er stigahæst. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta afrekið í kvenna og karlaflokki og er þar miðað við stigaútreikninga.

7. Nafnakall:

Fer fram á keppnisstað 15 mínútum áður en keppni hefst í hverri grein. 2-3 æfingaköst og æfingastökk eru leyfð fyrir keppnina.

8. Mótsstjóri & yfirdómari:

Mótsstjóri er  Guðmunda Ólafsdóttir, GSM 846-9775, netfang gudmunda89@gmail.com    

Yfirdómari skipaður af FRÍ, er Gunnhildur Hinriksdóttir

9. Áhöld og hæðir grinda:

Mótshaldari leggur til öll áhöld en þeir keppendur sem óska eftir að keppa með eigin áhöldum þurfa að leggja þau inn til vigtunar og mælingar hjá mótsstjórn á keppnisstað kl. 10:30 á laugardagsmorgninum.

Keppt verður með kastáhöldum viðkomandi flokka, sem og tilheyrandi hæðum grinda í hverjum flokki. Hægt er að sjá reglugerðir um þyngdir kastáhalda og hæðir grinda á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands http://fri.is/sida/log-og-reglur

Með ósk um góðan árangur og ánægjulegt keppni

F.h. Frjálsíþróttaráðs HSK og Öldungaráðs FRÍ  

Guðmunda Ólafsdóttir
Þorsteinn Magnússon

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is