Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2016
29.11.2016
Ţmisleg Ý bo­i fyrir eldri hlaupara ß nŠstunni

Fjölmargir hlauparar hafa sýnt áhuga á að taka þátt í innanhússkeppnum og öldungamótum undanfarin ár. Af ýmsu er að taka fyrir öldunga sem vilja láta reyna á keppnisskapið. Hér að neðan má finna upplýsingar um innanhússhlaup í vetur svo og Evrópumót öldunga utanhúss í Århus í Danmörku næsta sumar sem er mjög spennandi verkefni:

Aðventumót Ármanns er 10. desember en þar er keppt í 1.000 m hlaupi kl. 15:00.

Áramót Fjölnis er 29. desember. Væntanlega keppt í 800 og/eða 1.500 m.

MÍ öldunga (35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.) innanhúss fer fram í Kaplakrika 21.-22. janúar 2017. Þar er keppt í 800 og 3.000 m hlaupi.

Stórmót ÍR þar sem margir Færeyingar á okkar getustigi hafa tekið þátt verður 11.-12.febrúar í Laugardalshöll - opið öllum. 

MÍ aðalhluti fer fram 18.-19.febrúar í Laugardalshöll - allir sem vilja geta verið með.

Evrópumót öldunga (40-44 ára, 45-49 ára o.s.frv.) utanhúss fer fram í Århus 27.júlí - 6.ágúst 2017. Dagskráin er þannig að 10.000 m fara fram 27.júlí, 1.500 m þann 29.júlí, 800 og 5.000 m fara fram 3.ágúst og hálfmaraþonið sem er hluti af Århus hálfmaraþoninu (10 þús keppendur) fer fram 6.ágúst. Töluverður hópur íslenskra frjálsíþróttamanna stefnir að þátttöku í mótinu enda stutt að fara. Auðvelt er að setja mótið inn í sumarfríið enda stutt í allar áttir frá Danaveldi. Sjá nánari upplýsingar á www.emacs2017.com.  

MÍ öldunga, sem upplagt er að nota til upphitunar fyrir EM, fer fram á Laugardalsvelli 22.-23.júlí.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is