Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
21.3.2016
21.05.2016 - Stj÷rnuhlaup VHE (═slandsmeistaramˇt Ý 10 km)

Stjörnuhlaup VHE fer fram í Garðabæ laugardaginn 21. maí. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og hefst hlaupið kl. 11:00 frá Garðatorgi. Við hvetjum alla hlaupara til að taka þátt en keppt verður í aldursflokkum og boðið verður upp á sveitakeppni í 10 km vegalengdinni sem hentar skokkhópum, fyrirtækjum og öðrum hópum. Fyrsta Stjörnuhlaupið var haldið í fyrra og tókst það með ágætum og stemmingin var góð. Hér má sjá myndband af stemmingunni í fyrra - Stjörnuhlaupið 14. maí 2015.  


Upphitunarmyndband fyrir hlaupið í ár.

Íslandsmeistaramót í 10 km
Stjörnuhlaup VHE er jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi og verða veitt sérstök verðlaun í karla- og kvennaflokkum. Þá verður einnig keppt um Íslandsmeistaratitla karla og kvenna í aldursflokkum 40-49 ára og 50 ára og eldri í 10 km götuhlaupi. Því verða krýndir nýir Íslandsmeistarar á öllum aldri í Garðabænum 21. maí. Jafnframt verður keppt í 4 manna sveitakeppni karla og kvenna.

Tími og staðsetning
Hlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 21. maí. Hlaupið er frá Garðatorgi kl. 11:00. Vinsamlegast mætið tímanlega. 

Vegalengdir
Boðið er upp á tvær vegalengdir 5 km og 10 km. Hlaupaleiðirnar eru löglega mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Skráning og afhending gagna
Forskráning fer fram á hlaup.is til miðnættis föstudaginn 20. maí. Athugið að eftir miðnætti á fimmtudeginum 19. maí hækkar gjaldið, sjá upplýsingar hér fyrir neðan.

Afhending gagna. Forskráðir geta sótt gögnin sín föstudaginn 20. maí á milli kl. 16:30 og 19:00 í íþróttahúsinu við Ásgarð í Garðabæ. Einnig er hægt að skrá sig í hlaupið á þessum tíma gegn hærra gjaldi. 

Afhending gagna á hlaupadegi. Gögn verða afhent inni á Garðatorgi á hlaupadegi á milli kl. 08:30 og 10:00 sem er 60 mínútur fyrir hlaup. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk.

Skráning verður einnig á Garðatorgi frá kl. 08:30 til 10:00 á hlaupdegi. 

Þátttökugjald
Þátttökugjaldið í forskráningu er það sama og í fyrra en hækkar degi fyrir hlaup. Mótshaldari vill hvetja hlaupara til að skrá sig á lægra verðinu í forskráningu eða fyrir miðnætti 19. maí. Það auðveldar mótshaldara allan undirbúning og vonandi til að gera hlaupaupplifun flestra sem besta.

Þeir sem forskrá sig fyrir miðnætti fimmtudaginn 19. maí.

  • 2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri (f. 2000 og fyrr)
  • 1.000 kr. fyrir 15 ára og yngri í 5 km hlaup (f. 2001 og síðar)

Skráning frá og með föstudeginum 20. maí og fram á hlaupdag.

  • 3.000 kr. fyrir 16 ára og eldri (f. 2000 og fyrr)
  • 1.700 kr. fyrir 15 ára og yngri í 5 km hlaup (f. 2001 og síðar)

Athugið að börn þurfa að skrá sig til að fá úthlutað númeri og skráðan tíma. 

Öllum Stjörnuhlaupurum er boðið frítt í sund í Ásgarðslaug að loknu hlaupi gegn framvísun á skráningarnúmeri. Heitur og ískaldur pottur í Ásgarði. 

Sveitakeppni
Sveitakeppni er 4 manna og tvískipt. Annars vegar keppa sveitir um Íslandsmeistaratitil og hinsvegar er almenn sveitakeppni. Ef sveitir vilja keppa um Íslandsmeistaratitil, þá þarf að fylla út í reitinn "Sveit í sveitakeppni" á skráningarforminu og nafn íþróttafélags (sem er innan íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ eða UMFÍ) verður að koma fram í nafni sveitarinnar (Hlaupahópur Stjörnunnar og Stjarnan eru jafngild). Skrá má fleiri en eina sveit fyrir hvert félag, en þá þarf að gera greinarmun í nafninu. Ef fleiri en 4 eru skráðir í sömu sveit, þá gilda 4 bestu tímarnir. Þær sveitir sem vilja taka þátt í almennu sveitakeppninni geta skráð sig með hvaða nafni sem er í reitinn "Sveit í sveitakeppni". Athugið að skokkhópaskráning í reitnum "Skokkhópur" gildir ekki sem sveitaskráning.

Verðlaun
Verðlaun í 10 km vegalengd:

  • Einstaklingskeppni. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla og kvenna.
  • Aldursflokkar. Veitt verða verðlaun í 1. sæti karla og kvenna í öldunga, 40-49 og 50 ára og eldri.
  • Sveitakeppni. Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti í sveitakeppnum karla og kvenna. Fjórir bestu tímar í hverri sveit gilda. Hver sveit samanstendur af fjórum einstaklingum.*

    *Einungis hlaupahópar innan íþróttahreyfingarinnar (ÍSÍ og UMFÍ)  geta orðið Íslandsmeistarar í sveitakeppninni.

Verðlaun í 5 km vegalengd:

  • Veitt verða verðlaun í 1.-3. sæti karla og kvenna.

Sigurvegarar karla og kvenna í 10 km og 5 km fá glæsileg verðlaun.
Veitt verða vegleg útdráttarverðlaun eftir að í mark er komið. Ekki er hægt að vitja útdráttarverðlauna síðar. 
Við komu í mark fá allir þátttakendur orkudrykkinn Gatorade og verðlaunapening fyrir þátttökuna. 

Hlaupaleiðin og merkingar
10 km leiðin:
Breyting verður á 10 km leiðinni frá fyrra ári. Í stað þess að fara út í hraunið verða farnir tveir hringir á 5 km leiðinni. Hlaupið verður tvisvar í gegnum marksvæði á Vífilsstaðavegi og millitími á 5 km gefinn upp. Hlaupið hefst við Garðatorg samhliða 5 km hlaupinu. Hlaupið er vestur niður Vífilsstaðaveginn og beygt til hægri strax inn á Bæjarbrautina. Farið eftir Bæjarbrautinni eins og leið liggur framhjá Fjölbraut í Garðabæ og að hringtorgi þar við Hæðarhverfi. Tekin beygja til hægri á síðara hringtorginu og í átt að Hnoðraholtinu. Farið inn á göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina og meðfram golfvellinum í átt að Vífilsstöðum. Við Vífilsstaði er beygt til hægri og farið vestur eftir Vífilsstaðavegi í átt að gatnamótum Brúarflatar og Karlabrautar og áfram niður Vífilsstaðaveginn að Garðatorgi þar sem millitími verður tekinn í 10 km hlaupinu.

Vegvísar verða við hvern kílómetra og starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu eða með því að smella hér kort af hlaupaleiðinni

Hæðarmunur í 5 km brautinni er minni en í þeirri 10 km braut sem notuð var árið 2015.  Með þessu fyrirkomulagi telur mótshaldari að 10 km brautin geti orðið hröð og spennandi braut fyrir hlaupara. 

5 km leiðin:
Hlaupið hefst við Garðatorg samhliða 10 km hlaupinu. Hlaupið er sama leið eða einn hring, vestur niður Vífilsstaðaveginn og beygt til hægri strax inn á Bæjarbrautina. Farið eftir Bæjarbrautinni eins og leið liggur, framhjá Fjölbraut í Garðabæ og að hringtorginu við Hæðarhverfi. Tekin beygja til hægri á síðara hringtorginu og í átt að Hnoðraholtinu. Farið inn á göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina, meðfram golfvellinum í átt að Vífilsstöðum. Við Vífilsstaði er beygt til hægri og farið vestur eftir Vífilsstaðavegi í átt að gatnamótum Brúarflatar og Karlabrautar og áfram niður Vífilsstaðaveginn að Garðatorgi og í mark.

Vegvísar verða við hvern kílómetra á 5 km leiðinni og starfsmenn hlaupsins munu vakta  helstu staði og vísa veginn. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu eða með skoða kort hér fyrir neðan eða skoða kort af hlaupaleiðinni.

Þar sem endaspretturinn í báðum keppnisvegalengdum verður háður á niðurhallandi Vífilsstaðaveginum er það von mótshaldara að keppnin síðustu metrana verði sérlega hröð og spennandi.

Kort af hlaupaleið (tveir hringir á 10 km leið)


Skoða Stjörnuhlaup á stærra korti

Salerni og fatageymsla
Aðstaða til þess að geyma fatnað er á Garðatorgi og salernisaðstaða er staðsett inn á Garðatorgi. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðru sem skilið er eftir í geymslunni né á hlaupaleiðinni. Starfsmenn hlaupsins munu vakta föt og töskur.

Aðrar upplýsingar
Þar sem um götuhlaup er að ræða eru þátttakendur beðnir um að sýna varúð.  Brautarvarsla verður víða og við gatnamót þar sem lokað verður fyrir umferð.  Mælst er til þess af öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Tímatöku og brautarvörslu lýkur um 90 mínútum eftir að hlaupin eru ræst. Hlaupin verða ræst á sama tíma.

Nánari upplýsingar um Stjörnuhlaupið má finna hér á vefsíðu hlaupsins http://www.stjornuhlaup.is/ og á FB síðu hlaupsins Stjörnuhlaupið. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is.

Ábyrgðarmaður og hlaupstjóri:
Sigurður P. Sigmundsson, hlaupstjóri.  Netfang: siggip@hlaup.is

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is