Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
  Jˇladagatal 2016
  Jˇladagatal 2015
  Ůjßlfun
  NŠringarfrŠ­i
  Mei­sli
  Skˇr
  Hlaupa˙tb˙na­ur
  Frˇ­leiksmolar
  Tilvitnanir
  Ţmislegt
Rß­gj÷f
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Almennur frˇ­leikur  >  Ţmislegt
15.2.2014
D÷nsk ofukona ß fimmtugsaldri hljˇp mara■on ß dag Ý heilt ßr


Hin 40 ára Annette Fredskov.

Mörg okkar dreymir um að hlaupa maraþon, jafnvel þó það væri ekki nema einu sinni á ævinni. Rúmlega fertug  dönsk kraftaverkakona gerði gott betur, hún hljóp 366 maraþon á 365 dögum. Eitt maraþon á dag í heilt ár, nema síðasta daginn þá hljóp hún tvö en

Annette Fredskov lýsir sjálfri sér sem dæmigerði danskri húsmóður. Það sem er enn merkilegra við afrek þessarar dönsku kraftaverkakonu er að hún greindist með MS fyrir þremur árum. Að hennar sögn virðist sem hlaupin hafa haft mjög jákvæð áhrif á einkenni sjúkdómsins.

15.000 km og 20 pör af hlaupaskóm
Annette sem er gift og er tveggja barna móðir setti sér það markmið sumarið 2012 að hlaupa maraþon á dag í heilt ár. Eftir að hafa lagt 15.000 km að velli og spænt upp 20 pör af hlaupaskóm, kom hún í mark í 365. skipti í heimabæ sínum Næstved skammt suður af Kaupmannahöfn. Á einu ári hafði Annette samtals verið á hlaupum í 76 sólarhringa. Áður en Anette lauk þessu einstaka afreki sínu hafði kona aldrei hlaupið fleiri en 106 maraþon á einu ári.

Hljóp fyrsta maraþonið fyrir þremur árum
Fyrir þremur árum var Annette eins og margir aðrir, þeirrar skoðunar að maraþonhlaup gætu ekki verið heilsusamleg heldur í raun skaðleg líkamanum. Eftir fyrsta maraþonhlaup hennar í Frankfurt í október 2010 var ekki aftur snúið. "Það var ást við fyrsta hlaup," segir Annette. Í lok árs 2011 hafði Annette hlaupið heilt maraþon í 51 skipti. "Fyrir þremur árum síðan greindist ég með MS. Í dag og það án allra lyfja eða meðferðar finn ég ekki fyrir neinum einkennum eða verkjum. Ég held að hlaupin spili stóra rullu í því hve heilbrigð ég er í dag," skrifar Annette á heimasíðu sína.

Uppátæki Annette hefur vakið gríðarlega athygli og það langt út fyrir landamæri Danmerkur. Margir af útbreiddustu fjölmiðlum heims hafa fjallað um þessa gífurlega þrekraun. Enda sagði Annette í færslu á heimasíðu sinni í haust að nú væri kominn tími til að slökkva á símanum, njóta lífsins með fjölskyldunni og fara í frí. Og eftir annasamt ár, lái henni hver sem vill.

 
Annette á lokasprettinum á 365. degi, í góðra vina hópi. 

Annette fullyrðir að líkaminn hafi höndlað álagið furðuvel en hún missti aðeins eitt kíló á árinu. "Beinin urðu sterkari, vöðvamassinn jókst og fituprósentan mín er 18%," segir Annetta í viðtali við bloggsíðu Endomondo.

Annette tekur fram að mataræði hennar hafi verið tiltölulega hefðbundið á meðan þrekrauninni stóð, í það minnsta verið laust við öfgar, fyrir utan að hún hafi fengið sér ís á hverjum degi.

Saknaði þess að halda matarboð
Maraþonin 366 gengu eins og áður sagði ótrúlega vel og fann Annetta lítið fyrir meiðslum meðan á þrekrauninni stóð. Það var aðeins í byrjun sem meiðsli í fæti gerðu henni erfitt fyrir. "Ég gat ekki hlaupið og var þess fullviss að ég gæti ekki haldið áfram. Í tólf daga tók ég maraþon kraftgöngu í stað þess að hlaupa. Til allrar hamingju virkaði það, ég gat farið að hlaupa aftur og hef ekki fundið fyrir verkjum síðan. Ég varð nokkuð góð í kraftgöngu á þessu tólf daga tímabili, þó ég segi sjálf frá."

En að hlaupa maraþon á hverjum degi í ár er tímafrekt verkefni, Annette lauk maraþonunum 366 að meðaltali á um 5 klukkustundum. "Ég saknaði þess að hafa ekki orku til að gera ýmsa hluti t.d. halda matarboð, leika við börnin mín og ferðast," viðurkennir danska ofurkonan.

"Hvað sem sem gerist í lífinu, þú getur alltaf brugðist við og gert eitthvað í því. Ef maður ætlar að vorkenna sér, þá er það í lagi í tiltekin tíma. En fyrr en seinna þurfum við að gera eitthvað. Þú ættir að spyrja sjálfan þig, hvað get ég gert? Líkaminn þinn segir þér ekki að sitja í sófanum, hann segir þér að gera eitthvað allt annað," svarar Annette aðspurð hvers vegna hún hafi lagt allt þetta erfiði á sig.

489 maraþon í það heila
Þeir sem vilja kynna sér sögu og afrek þessarar einstöku konu er bent á annettefredskov.dk, heimasíðu hennar. Þá er nýkominn út bók um Annette og hennar stórkostlega afrek. Fyrir hlaupara ætti Marathonkvinden að vera skyldueign en hún er einmitt nýkominn út á ensku. Auk þess að hafa gefið út bókina er Annette orðin vinsæll fyrirlesari um alla Danmörku.

Heimasíða Annette er einkar áhugaverð. Þegar flett er í gegnum færslurnar má sjá að hún að hún hefur heldur slakað á síðan hún lauk "maraþonárinu" því hún hefur "aðeins" hlaupið fjórtán maraþon síðan um miðjan júlí. Reyndar virðist hún vera að gefa aftur í, en hún hefur hlaupið níu maraþon á þeim stutta tíma sem liðinn er af árinu. Þar með hefur Annette hlaupið maraþon í heil 489 skipti þegar þetta er skrifað.


Fjöldi fólks kom saman til að fagna með Annette þegar hún kom í mark 365. skipti.

Myndir: ©Annettefredskov.dk

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is